Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

21.01.2013

Reykjavíkurleikarnir - fyrri keppnishelgi

Reykjavíkurleikarnir - fyrri keppnishelgiReykjavíkurleikarnir eru nú í fullum gangi en fyrri keppnishelgi leikanna er nýlokið. Frábær árangur náðist í ýmsum íþróttagreinum og má þar helst nefna 14 Íslandsmet í sundkeppni fatlaðra þar sem Jón Margeir Sverrisson, Kolbrún Alda Stefánsdóttir og Thelma Björg Björnsdóttir settu fjögur met hvert og Íva Marín Adrichem og Karen Axelsdóttir sitt metið hvor. Aníta Hinriksdóttir setti Íslandsmet í 800 m hlaupi og náði með því lágmarki á EM innanhúss og Sigfús Fossdal setti Íslandsmet í kraftlyftingum en einnig náðist góður árangur í fleiri íþróttagreinum. Frekari upplýsingar um úrslit og viðburði má finna á heimasíðu leikanna, www.rig.is.
Nánar ...
18.01.2013

Vel sóttur hádegisfundur

Vel sóttur hádegisfundurSameiginlegur hádegisfundur ÍSÍ og UMFÍ var vel sóttur, en hann bar yfirskriftina Styrkur íþrótta. Þar skýrði Dr. Viðar Halldórsson frá niðurstöðum rannsókna Rannsókna og greiningar og bar saman niðurstöður ólíkra þátta sl. 20 ár og samspil þeirra við íþróttaiðkun.
Nánar ...
16.01.2013

Skráning er hafin í Lífshlaupið

Skráning er hafin í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins og hvatningarleik grunnskólanna. Lífshlaupið hefst miðvikudaginn 6. febrúar. Hægt verður að skrá sig til leiks allt þar til keppninni lýkur eða til 26. febrúar. Einnig er hægt að skrá sig í einstaklingskeppni, sem er í gangi allt árið. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag keppninnar og skráningu má finna með því að smella hér eða á www.lifshlaupid.is
Nánar ...
15.01.2013

Myndasafn á forsíðu heimasíðunnar

Myndasafn á forsíðu heimasíðunnarNú hefur verið bætt við nýju svæði hér neðst á forsíðu heimasíðu ÍSÍ. Þar er um að ræða tengil á ýmsar myndir úr starfi ÍSÍ eða frá einstökum viðburðum. Fyrsta safnið sem við birtum eru myndir frá hófi sem haldið var í Gullhömrum í Grafarholti í lok síðasta árs þar sem íþróttamaður ársins var kjörinn. Myndirnar tók Arnaldur Halldórsson.
Nánar ...
14.01.2013

Hádegisfundur ÍSÍ og UMFÍ - Styrkur íþrótta

Hádegisfundur ÍSÍ og UMFÍ - Styrkur íþrótta  Hádegisfundur ÍSÍ og UMFÍ - Styrkur íþrótta - Niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni. Á fimmtudaginn 17. janúar mun ÍSÍ og UMFÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli 3.hæð og hefst hann kl. 12:10.
Nánar ...
09.01.2013

Vorfjarnám 1. stig ÍSÍ hefst 11. febrúar.

Vorfjarnám 1. stig ÍSÍ hefst 11. febrúar.Vorfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst mánudaginn 11. febrúar næstkomandi. Námið er öllum opið sem lokið hafa grunnskólaprófi. Um er að ræða 8 vikna nám sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár enda grunnur að áframhaldandi námi í íþróttaþjálfun í hvaða íþróttagrein sem er.
Nánar ...
08.01.2013

Bjarni og Vala í Heiðurshöll ÍSÍ

Bjarni og Vala í Heiðurshöll ÍSÍÞann 29. desember síðastliðinn var útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ í annað sinn. Bjarni Ásgeir Friðriksson júdókappi og Vala Flosadóttir stangarstökkvari voru útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ en þar fyrir var Vilhjálmur Einarsson frjálsíþróttamaður sem útnefndur var fyrstur allra í Heiðurshöllina á 100 ára afmæli ÍSÍ 28. janúar sl. Bjarna og Völu þarf vart að kynna en þau eru bæði verðlaunahafar í sinni íþrótt á Ólympíuleikum ásamt því að hafa unnið til fjölda verðlauna á mótum, bæði innanlands sem utan. Bæði áttu þau afar farsælan keppnisferil og eru miklar fyrirmyndir. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri af þeim Völu, Vilhjálmi og Bjarna. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar Völu og Bjarna innilega til hamingju með útnefninguna.
Nánar ...
08.01.2013

Umf. Tindastóll fær rútu að gjöf

Það hefur verið mikil umferð á umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga síðustu vikurnar en frestur til að skila inn umsóknum í sjóðinn rann út á miðnætti í gær. Ferðakostnaður íþróttafélaga á hverju rekstrarári er gríðarlegur og sligandi stærð í rekstri margra félaga. Því er gleðilegt að fá fréttir af góðum stuðningi við félögin í landinu, líkt og þá frétt sem barst í síðustu viku um fólksflutningsbifreiðina sem FISK-Seafood ehf gaf Umf. Tindastóli til nota í keppnisferðum á vegum félagins. Nánari upplýsingar um málið er að finna hér. ÍSÍ óskar félaginu til hamingju með nýju bifreiðina og vonar að hún eigi eftir að nýtast félaginu vel í framtíðinni.
Nánar ...
07.01.2013

Ferðasjóður íþróttafélaga - síðasti skiladagur umsókna

Nú líður að lokum skilafrests umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga. Síðasti skiladagur umsókna er í dag, mánudaginn 7. janúar. Umsóknarsvæðið verður opið til miðnættis. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ eru hvött til að sækja um styrk í sjóðinn vegna keppnisferða ársins 2012.
Nánar ...
04.01.2013

Lífhlaupsárið á lokasprettinum.

Lífshlaupið er 5. ára gamalt verkefni sem stuðlar að aukinni hreyfingu hjá einstaklingum. Fyrsta miðvikudag í febrúar ár hvert hefst Lífshlaupsárið og jafnframt því hefst liðakeppni vinnustaða og stendur í 3. vikur og hvatningaleikur grunnskólana sem stendur í 2. vikur. Samhliða þessum keppnum stendur yfir einstaklingskeppni sem er í eitt ár.
Nánar ...