Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Lífhlaupsárið á lokasprettinum.

04.01.2013

Lífshlaupið er 5. ára gamalt verkefni sem stuðlar að aukinni hreyfingu hjá einstaklingum. Fyrsta miðvikudag í febrúar ár hvert hefst Lífshlaupsárið og jafnframt því hefst liðakeppni vinnustaða og stendur í 3. vikur og hvatningaleikur grunnskólana sem stendur í 2. vikur. Samhliða þessum keppnum stendur yfir einstaklingskeppni sem er í eitt ár. Með þátttöku sinni geta þeir unnið sér inn viðurkenningar eftir því hvað þeir hreyfa sig mikið. Viðurkenningarnar eru bronsmerki, hreyfing í 42 daga, silfurmerki, hreyfing í 156 daga, gullmerki, hreyfing í 252 daga og platínumerki, hreyfing í 335 daga á árinu. Hreyfing hvers dags verður að vera a.m.k. 60 mínútur hjá 15 ára og yngri og 30 mínútur hjá 16 ára og eldri.

Allir verðlaunahafar fá viðurkenningarskjal og barmmerki þegar þeir hafa náð að uppfylla þau skilyrði hreyfingar fyrir hvert merki.  

Við óskum öllum þeim sem hafa hlotið brons-, silfur-, gull-, og platínumerki á árinu til hamingju með áfangann.

Enn er tækifæri til þess að vinna sér inn viðurkenningu áður en nýtt Lífshlaupsár hefst 6. febrúar 2013.