Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Umf. Tindastóll fær rútu að gjöf

08.01.2013

Það hefur verið mikil umferð á umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga síðustu vikurnar en frestur til að skila inn umsóknum í sjóðinn rann út á miðnætti í gær.  Ferðakostnaður íþróttafélaga á hverju rekstrarári er gríðarlegur og sligandi stærð í rekstri margra félaga.  Því er gleðilegt að fá fréttir af góðum stuðningi við félögin í landinu, líkt og þá frétt sem barst í síðustu viku um fólksflutningsbifreiðina sem FISK-Seafood ehf gaf Umf. Tindastóli til nota í keppnisferðum á vegum félagins.  Nánari upplýsingar um málið er að finna með því að smella hér.

ÍSÍ óskar félaginu til hamingju með nýju bifreiðina og vonar að hún eigi eftir að nýtast félaginu vel í framtíðinni.