Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

27.07.2012

Ólympíuleikarnir í London

Ólympíuleikarnir í LondonÍ tilefni af afmælisárinu var ákveðið að leggja áherslu á að kynna ólympíufara okkar Íslendinga með meira þunga. Gefið var út veglegt Íþróttablað sem dreift var á öll heimili á landinu í aðdraganda leikana. Kynning á ólympíuförum okkar var meira áberandi en áður, ÍSÍ var í samstarfi við MBL sjónvarp þar sem flestir íþróttamennirnir voru kynntir til leiks, einn og einn.
Nánar ...
23.06.2012

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn

Alþjóðlegi ÓlympíudagurinnAlþjóðlegi Ólympíudagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim 23. júní, ár hvert. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tók þetta verkefni lengra í ár og skipulagði í samstarfi við sambands- og samstarfsaðila sína heila viku af íþróttatengdum viðburðum, Ólympíuviku ÍSÍ.
Nánar ...
23.05.2012

Sunnlendingar á Ólympíuleikum

Sunnlendingar á ÓlympíuleikumSýningin Sunnlendingar á Ólympíuleikum var haldin af tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og var samstarfsverkefni Héraðssambandsins Skarphéðins og Byggðasafns Árnesinga. Sýningin var framlag Sunnlendinga í afmælishátíðarhöldunum á þessum tímamótum.
Nánar ...
18.04.2012

Söfnun og skráning á íþróttatengdum skjölum

Söfnun og skráning á íþróttatengdum skjölumÞegar 100 dagar voru í Ólympíuleikana hóf ÍSÍ og Héraðsskjalasöfn á Íslandi samstarf sem snérist um skráningu og söfnun á íþróttatengdum skjölum og minni hlutum. Það sem um ræðir er m.a. ljósmyndir, myndbönd, fundargerðir, bréf, mótaskrár, félagaskrár, bókhald, merki og annað sem áhugavert sem kemur í ljós.
Nánar ...
08.03.2012

Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár

Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 árÍ tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ gaf Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands út bók sem ber heitið „Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár”. Með útgáfu hennar er leitast við að geyma í senn sögu sambandsins og merka atburði í íslensku íþróttalífi. Ákveðið var að fara nýja leið við upprifjun sögunnar og leggja aðaláhersluna á að fjalla um þau víðtæku áhrif sem íþróttastarfið og íþróttahreyfingin hefur haft á íslenskt samfélag í gegnum tíðina.
Nánar ...