Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

13.12.2012

Fjöldi fólks sótti hádegisfund ÍSÍ

Um 100 manns sóttu hádegisfund um getuskiptingu í íþróttum sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í dag. Fyrirlesarar voru þau Vanda Sigurgeirsdóttir og Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Nánar ...
10.12.2012

Tveir Íslendingar kosnir í fastanefndir hjá Alþjóðaskylmingasambandinu

Ársþing Alþjóðaskylmingasambandsins (FIE) var haldið í Moskvu um síðastliðna helgi. Tveir Íslendingar voru í kjöri til framkvæmdastjórnar og fastanefnda sambandsins. Nikolay Mateev, framkvæmdastjóri Skylmingasambands Íslands tapaði naumlega kosningu til framkvæmdastjórnar en náði þess í stað kjöri í fræðslu- og útbreiðslunefnd.
Nánar ...
10.12.2012

Evrópuleikar 2015 og EYOF 2017

Á 41. aðalfundi Evrópsku Ólympíunefndanna (EOC) sem fram fór í Róm um síðustu helgi var samþykkt að árið 2015 fari fram Evópuleikar, eða nokkurs konar Ólympíuleikar Evrópu, og munu þeir fara fram í Baku, höfuðborg Azerbaijan.
Nánar ...
07.12.2012

Íþróttamaður ársins 2012

Laugardaginn 29. desember nk. fer fram hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna þar sem Íþróttamaður ársins 2012 verður kjörinn. Líkt og áður verða viðurkenningar afhentar til íþróttakvenna og íþróttamanna ársins 2012 í sérgreinum íþrótta en í tengslum við 100 ára afmælisár ÍSÍ má búast við fleiri dagskrárliðum að þessu sinni auk þess sem að hófið verður fjölmennara en áður.
Nánar ...
06.12.2012

Hádegisfundur - Kostir og gallar getuskiptingar í íþróttum

Fimmtudaginn 13. desember verður hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Þar munu Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Íþrótta,- tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ og knattspyrnuþjálfari og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ og þjálfari A-landsliðs kvenna ræða um kosti og galla getuskiptingar í íþróttum.
Nánar ...
05.12.2012

ÍF - Frjálsíþróttakynning fyrir 8-12 ára börn

ÍF - Frjálsíþróttakynning fyrir 8-12 ára börnFimmtudaginn 6. desember næstkomandi mun Frjálsíþróttanefnd Íþróttasambands fatlaðra standa að frjálsíþróttakynningu í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Kynningin hefst kl. 16:00 og er fyrir börn sem eru aflimuð og/eða með CP. Landsliðsþjálfari ÍF, Kári Jónsson og Ásta Katrín Helgadóttir aðstoðarlandsliðsþjálfari munu stýra kynningunni en þau voru m.a. þjálfarar Ísland á Ólympíumóti fatlaðra í London þar sem Helgi Sveinsson og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir náðu bæði frábærum árangri.
Nánar ...
30.11.2012

Iðkendatölur ÍSÍ fyrir árið 2011 komnar út

Iðkendatölur ÍSÍ fyrir árið 2011 komnar útIðkendatölur ársins 2011 eru nú komnar út. Örlítil fækkun iðkana var á milli áranna 2010 og 2011 eða um 0,5% en samtals voru iðkanir innan ÍSÍ árið 2011 118.374. 46% iðkana voru stundaðar af 15 ára og yngri. 61% iðkana voru stundaðar af körlum og um 39% af konum.
Nánar ...
29.11.2012

Ráðstefna Hí og ÍSÍ - Skipta íþróttir máli?

Ráðstefna Hí og ÍSÍ - Skipta íþróttir máli?Ráðstefnan Skipta íþróttir máli var haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær, en ráðstefnan var haldin í tilefni af undirritun viljayfirlýsingar um samstarf HÍ og ÍSÍ hér. Yfir 200 manns sóttu ráðstefnuna og komust færri að en vildu.
Nánar ...
28.11.2012

Ráðstefnan "Skipta íþróttir máli" er í dag

Í dag fer fram ráðstefnan "Skipta íþróttir máli". Færri komast að en vilja þegar við hefjum leik klukkan 13:00, fyrst á svið er Vanda Sigurgeirsdóttir sem ætlar að fjalla um hvort banna eigi getuskiptingu í hópaíþróttum. Það er ljóst að margir hafa skoðun á þessu málefni sem og mörgum öðrum málum við rædd verða í dag. Allt sem fram fer í dag verður tekið upp og hægt að nálgast hér á heimasíðunni sem og á heimasíðu H.Í.
Nánar ...
23.11.2012

Fjármál íþróttahreyfingarinnar

Ljóst má vera að líklega hafa fjármál íþróttahreyfingarinnar sjaldan brunnið jafn mikið á félögum og aðildarsamböndum innan hreyfingarinnar og nú um stundir. Hreyfingin hefur verið að sleikja sárin eftir umtalsverðan niðurskurð í kjölfar efnahagshruns fyrir fjórum árum síðan, niðurskurð sem með fyrirliggjandi tekjustofnum er talsvert meiri en hjá öðrum sambærilegum stofnunum sem njóta ríkisframlaga, niðurskurð í hreyfingu sem hefur í sjálfu sér lítið að skera niður í umsýslukostnaði – það er erfitt að lækka sjálfboðaliða í launum.
Nánar ...
23.11.2012

Formannafundur ÍSÍ

Árlegur Formannafundur ÍSÍ verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag, 23. nóvember kl. 16:30. Formannafundur ÍSÍ er ráðgefandi fundur sem formenn sérsambanda ÍSÍ og héraðssambanda/íþróttabandalaga ÍSÍ sækja, ásamt framkvæmdastjórn ÍSÍ.
Nánar ...