Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
16

Ráðstefnan "Skipta íþróttir máli" er í dag

28.11.2012

Í dag fer fram ráðstefnan "Skipta íþróttir máli". Færri komast að en vilja þegar við hefjum leik klukkan 13:00, fyrst á svið er Vanda Sigurgeirsdóttir sem ætlar að fjalla um hvort banna eigi getuskiptingu í hópaíþróttum. Það er ljóst að margir hafa skoðun á þessu málefni sem og mörgum öðrum málum sem rædd verða í dag. Allt sem fram fer á ráðstefnunni verður tekið upp og hægt að nálgast hér á heimasíðunni sem og á heimasíðu H.Í., eftir ráðstefnuna.

Ráðstefnan hefst kl. 13.00 og er til 16.30, hún fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands Markmið með þessu samstarfsverkefni ÍSÍ og HÍ er að efla tengsl og samstarf mismunandi fræðasviða Háskóla Íslands og Íþróttahreyfingarinnar. Tilgangurinn er að vekja athygli á hvernig margþætti vísinda- kennslu og nýsköpunarstarf Háskóli Íslands getur styrkt starfsemi og stöðu íþrótta í íslensku samfélagi.

Á ráðstefnunni verður tekið á mörgum málefni sem eru oft í umræðunni og margir hafa skoðanir á; Á að getuskipta börnum í íþróttum? Skiptir félagslegt umhverfi máli í íþróttum? Eru íþróttir menning? Er afrekshugsun þjálfuð í nægilegum mæli? Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum verður leitast við að svara miðvikudaginn 28. nóvember. Ráðstefna sem þeir sem áhuga hafa á málefninu ættu ekki að missa af. 

Dagskrá:
13.00 Setning
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands

Almennt íþróttastarf

Á að banna getuskiptingu barna í hópíþróttum?
Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Íþrótta,- tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ

Félagslegt umhverfi árangurs í íþróttum: Ný sóknarfæri?
Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur

Sjúk sál í slöppum líkama - Nokkrar menningarsögulegar hugrenningar um úrkynjun og íþróttir
Dr. Benedikt Hjartarson, aðjúnkt í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við HÍ

Kaffihlé 14.15-14.30
14:30 Afreksíþróttir

Afreksíþróttir hagkvæmar!
Dr. Daði Kristófersson, dósent við Hagfræðideild HÍ

Svo bregðast krossbönd
Dr. Kristín Briem, dósent. námsbraut í sjúkraþjálfun við Heilbrigðisvísindasvið, HÍ

"Ég ætla að breyta íþróttinni minni" - þjálfun afrekshugarfars -
Sigurður Ragnar Eyjólfsson M.Sc. í íþróttasálfræði og A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu

Ytra umhverfi íþróttahreyfingarinnar
Ólafur Rafnsson forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

Ráðstefnustjórar eru Erlingur Jóhannsson prófessor við HÍ, Ólafur Eiríksson sundmaður og hæstaréttarlögmaður, Sunna Gestdóttir, frjálsar íþróttir og doktorsnemi við HÍ og Hjördís Guðmundsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.