Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12

Ráðstefna Hí og ÍSÍ - Skipta íþróttir máli?

29.11.2012Ráðstefnan Skipta íþróttir máli var haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær, en ráðstefnan var haldin í tilefni af undirritun viljayfirlýsingar um samstarf HÍ og ÍSÍ hér. Yfir 200 manns sóttu ráðstefnuna og komust færri að en vildu. Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor opnaði ráðstefnuna og var dagskráin fjölbreytt og staðfesti marga snertifleti íþrótta við háskólasamfélagið. Fyrirlesarar komu úr ólíkum deildum skólans m.a. úr hagfræði, menningarsögu, sjúkraþjálfun, félagsfræði og sálfræði og gafst ráðstefnugestum tækifæri á að koma með spurningar að loknum hverjum fyrirlestri. Fjörugar umræður sköpuðust á meðal ráðstefnugesta. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ var með lokaerindi ráðstefnunnar sem fjallaði um ytra umhverfi íþróttahreyfingarinnar. Upptöku af ráðstefnunni má nálgast hér.