Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

15.09.2022

Vilt þú vera með í Íþróttaviku Evrópu?

Vilt þú vera með í Íþróttaviku Evrópu?Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er handan hornsins. Hún er haldin árlega dagana 23.-30. september og er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.
Nánar ...
15.09.2022

Sumarfjarnámi 1. stigs í þjálfaramenntun lokið

Sumarfjarnámi 1. stigs í þjálfaramenntun lokiðSumarfjarnámi 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ er nú lokið og luku 27 nemendur náminu að þessu sinni. Námið er almennur hluti menntunarinnar sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar en sérgreinahluta námsins sækja nemendur hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ eða með sambærilegum hætti.
Nánar ...
14.09.2022

Heimsókn frá nemum í sjúkraþjálfun við HÍ

Heimsókn frá nemum í sjúkraþjálfun við HÍÍSÍ fékk í vikunni heimsókn frá nemum af 2. ári í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Nemarnir, þeir Þorri Starrason, Anton Pétursson og Jóel Bernburg, eru nú í áfanganum Heilsuefling I í sínu námi og fengu það verkefni að kynna sér heilsueflandi verkefni sem eru virk núna og hafa verið um einhvern tíma.
Nánar ...
12.09.2022

Hönnunarsamkeppni um lukkudýr Evrópuleikanna 2023

Hönnunarsamkeppni um lukkudýr Evrópuleikanna 2023Skipulagsnefnd Evrópuleikanna sem haldnir verða í Póllandi 21. júní til 2. júlí á næsta ári hefur efnt til hönnunarsamkeppni um lukkudýr leikanna. Samkeppnin er opin öllum börnum í Evrópu á aldrinum 5-15 ára og er skilafrestur hugmynda 30. september nk.
Nánar ...
09.09.2022

100 ár af handknattleik á Íslandi

100 ár af handknattleik á ÍslandiÍ ár eru liðin 100 ár frá því að íþróttin handknattleikur barst til Íslands. Handknattleikssamband Íslands hefur sett saman skemmtilegt myndband af þessu tilefni þar sem farið er yfir sögu íþróttarinnar hér á landi.
Nánar ...
07.09.2022

Ólympíuhlaup ÍSÍ sett í Grunnskóla Grindavíkur í dag

Ólympíuhlaup ÍSÍ sett í Grunnskóla Grindavíkur í dagÓlympíuhlaup ÍSÍ var sett í Grunnskóla Grindavíkur í dag í blíðskaparveðri. Nemendum var skipt í þrjá hópa eftir skólastigum þar sem yngsta stigið hóf hlaupið, síðan tók miðstigið við og að lokum unglingastigið. Blossi lukkudýr Smáþjóðaleikanna var með í för og sá meðal annars um upphitun og hvatningu hjá yngsta aldurshópnum.
Nánar ...
05.09.2022

Ólympíuhlaupið 2022

Ólympíuhlaupið 2022 Ólympíuhlaupið er árlegur viðburður og er fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla á landinu. Ólympíuhlaupið er liður í Íþróttaviku Evrópu og er hlaupið formlega opnað í einum skóla ár hvert. Að þessu sinni verður hlaupið opnað í Grunnskóla Grindavíkur miðvikudaginn 7. september nk.
Nánar ...
05.09.2022

Fræðsluefni varðandi hagræðingu úrslita

Fræðsluefni varðandi hagræðingu úrslitaHagræðing úrslita íþróttakeppna merkir fyrirkomulag, gjörning eða aðgerðaleysi sem er af ásetningi og miðar að því að breyta úrslitum eða gangi íþróttakeppni með óviðeigandi hætti í því skyni að víkja alfarið eða að hluta til frá hinu ófyrirsjáanlega eðli fyrrnefndrar íþróttakeppni til þess aftur að ná fram óréttmætum ávinningi fyrir sjálfan sig eða aðra.
Nánar ...