Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

06.01.2014

Snjólaug María Íþróttamaður USAH

Snjólaug María Íþróttamaður USAHSkotíþróttakonan Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi var valin Íþróttamaður Ungmennasambands A-Húnvetninga 2013 nú um áramótin. Sjö tilnefningar bárust frá aðildarfélögum sambandsins og varð Snjólaug María hlutskörpust en hún varð bæði Íslandsmeistari og Bikarmeistari í leirdúfuskotfimi (Skeet) á síðasta keppnistímabili.
Nánar ...
06.01.2014

Björn Daníel og Hrafnhildur íþróttafólk Hafnarfjarðar 2013

Björn Daníel og Hrafnhildur íþróttafólk Hafnarfjarðar 2013Þann 30. desember sl. fór fram viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar. Tuttugu og tveir einstaklingar voru tilnefndir til kjörs á Íþróttakonu og Íþróttakonu Hafnarfjarðar 2013. Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar hreppti titilinn Íþróttakona Hafnarfjarðar 2013 og Björn Daníel Sverrisson knattspyrnumaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar hlaut titilinn Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2013.
Nánar ...
03.01.2014

Ásdís þakkar stuðninginn

Ásdís þakkar stuðninginnAfreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari heimsótti skrifstofu ÍSÍ morgun og færði sambandinu að gjöf áritaða mynd með kveðju og þökkum fyrir stuðninginn á árinu 2013. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ tók við gjöfinni og var meðfylgjandi mynd tekin við þetta tækifæri. Ásdís stundar íþrótt sína í Sviss undir leiðsögn þjálfarans Terry McHugh en hún er þar einnig við nám. ÍSÍ óskar Ásdísi, sem og öðru íþróttafólki, góðs gengis á árinu 2014.
Nánar ...
01.01.2014

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár!Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar sambandsaðilum sínum og aðildarfélögum þeirra, sem og landsmönnum öllum gleðilegs árs! Megi árið 2014 verða ykkur öllum gæfuríkt og farsælt í leik og starfi.
Nánar ...