Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

12.10.2012

Gullmerki Lífshlaupsins

Gullmerki LífshlaupsinsSautján einstaklingar hafa náð þeim frábæra árangri að fá gullmerki Lífshlaupsins. Þriðjudagurinn 9. október var fyrsti dagurinn sem þátttakendur í einstaklingskeppninni gátu unnið sér inn gullmerki. Til þess að vinna sér inn gullmerki þarf að skrá inn á vef Lífshlaupsins 30 mínútna hreyfingu í samtals 252
Nánar ...
11.10.2012

Lífshlaup framhaldsskólanna hálfnað

Lífshlaup framhaldsskólanna er hálfnað og spennandi keppni í öllum flokkum. Ýmislegt er gert í skólunum að þessu tilefni og var efnt til heilsudags í Borgarholtsskóla þann 4. október . Hefðbundin kennsla féll niður milli kl. 11:30-12:20 en þess í stað gátu nemendur valið ýmsa hreyfingu innan og utan skólans: gönguferð, handbolta, hot jóga, keilu, kattspyrnu, karate, körfubolta, línudans, lyftingar, ratleik, skauta, spinning og zumba. Stjórnendur skólans unnu nemendaráð í reiptogi og nemendur sem sigruðu í sippu- og armbeygjukeppni fengu vegleg verðlaun. Hægt er að fylgjast með stöðu framhaldsskólanna með því að smella hér.
Nánar ...
10.10.2012

Haustfjarnám 2. stigs í þjálfaramenntun

Haustfjarnám 2. stigs í þjálfaramenntunHaustfjarnám 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 22. október nk. og tekur það fimm vikur. Um er að ræða samtals 40 kennslustunda nám og er þátttökugjald kr. 18.000.- Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar ÍSÍ og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Það er sjálfstætt framhald náms á 1. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ eða sambærilegs náms, s.s. náms í ÍÞF 1024.
Nánar ...
03.10.2012

Bannlisti WADA 2013

Alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA) hefur birt bannlista sinn sem tekur gildi þann 1. janúar 2013. Ekki er um verulegar breytingar að ræða frá listanum sem gildir út þetta ár.
Nánar ...
03.10.2012

17 skólar skráðir til leiks

Lífshlaup framhaldsskólanna hófst í dag, miðvikudaginn 3. október. Nú hafa 17 framhaldsskólar skráð sig til leiks og má búast við spennandi keppni í öllum flokkum. Hægt er að smella hér til þess að fylgjast með árangri skólanna.
Nánar ...
03.10.2012

Haustfjarnám 1. stigs hefst á mánudaginn

Haustfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst mánudaginn 8. október. Það eru því síðustu forvöð að skrá sig í vinsælt og gott nám en sífellt meiri kröfur eru gerðar til íþróttahreyfingarinnar um menntun íþróttaþjálfara. Þetta nám er allt í fjarnámi og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.
Nánar ...