Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

11.06.2020

Lilja fær afhentan Kvennahlaupsbol

Lilja fær afhentan KvennahlaupsbolLilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hleypur daglega sér til heilsubótar. Hún ætlar að taka þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ á laugardaginn nk. Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, afhenti Lilju Kvennahlaupsbol í gær.
Nánar ...
10.06.2020

Veggspjöld - Hreinlæti

Veggspjöld - HreinlætiÍSÍ hefur látið útbúa veggspjöld, til þess að nota á netmiðlum eða til útprentunar, sem snúa að hreinlæti við íþróttaiðkun.
Nánar ...
09.06.2020

Kynning á fræðsluvef Athletes 365

Kynning á fræðsluvef Athletes 365Mánudaginn 15. júní kemur Nalin Chaturvedi, starfsmaður IOC sem vinnur við fræðsluvefmiðilinn Athletes 365 sem sjá má hér, í heimsókn í Íþróttamiðstöðina til að kynna efni miðilsins á stuttum fundi. Fundurinn fer fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar og hefst kl.13:15. Fundurinn er sérstaklega ætlaður þeim sem sjá um þjálfaramenntun innan sérsambanda, ásamt þeim sem sinna landsliðsmálum. Aðrir eru einnig velkomnir. Gert er ráð fyrir að kynningin standi að hámarki í eina klukkustund.
Nánar ...
08.06.2020

Jákvæðar niðurstöður fyrir íþróttahreyfinguna

Jákvæðar niðurstöður fyrir íþróttahreyfingunaÁnægjuvogin 2020 er nú birt og eru niðurstöður jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna. Skýrslan er unnin fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) af Rannsóknum og greiningu, Háskólanum í Reykjavík. Í skýrslunni má sjá ánægju grunnskólanema í 8., 9. og 10. bekk með íþróttafélagið sitt og áherslur þjálfara í starfi, einnig má sjá þátttöku unglinga af erlendum uppruna í íþróttastarfi, ástæður brottfalls úr íþróttum ásamt vímuefnaneyslu unglinga. Niðurstöður skýrslunnar eru greinanlegar niður á íþróttahéruð.
Nánar ...
08.06.2020

Sumarfjarnám - Þjálfaramenntun ÍSÍ

Sumarfjarnám - Þjálfaramenntun ÍSÍSumarfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 22. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
08.06.2020

87. Ársþing USÚ

87. Ársþing USÚ87. Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) fór fram í Stekkhól, félagsheimili Hestamannafélagsins Hornfirðings, 2. júní sl. Þingið var vel sótt, 38 fulltrúar af 46 mættu og öll félög sendu fulltrúa. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ, setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna. Arna Ósk Harðardóttir stýrði þinginu og Sæmundur H
Nánar ...