Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

15.12.2020

Íslenskar getraunir úthluta 60 milljónum króna

Íslenskar getraunir úthluta 60 milljónum krónaVegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Enn fremur hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna í aukaframlag til þeirra 60 félaga sem hafa selt mest og fengið flest áheit vegna sölu á getraunaseðlum.
Nánar ...
14.12.2020

Verðlaunaafhending Forvarnardagsins

Verðlaunaafhending ForvarnardagsinsVerðlaunaafhending Forvarnardagsins var haldin á Bessastöðum þann 12. desember sl. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson veitti verðlaunin og átti góða stund með verðlaunahöfum en sóttvarnarreglur voru hafðar í hávegum og því einungis nemendurnir og foreldrar þeirra viðstaddir.
Nánar ...
14.12.2020

Nökkvi Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Nökkvi Fyrirmyndarfélag ÍSÍSiglingaklúbburinn Nökkvi á Akureyri hefur hlotið gæðavottunina Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, afhenti Tryggva Jóhanni Heimissyni formanni Nökkva viðurkenninguna og fána Fyrirmyndarfélaga þann 11. desember sl., við nýtt aðstöðuhúsnæði Nökkva sem nú er í byggingu.
Nánar ...
04.12.2020

Þórarinn framkvæmda- og íþróttastjóri KLÍ

Þórarinn framkvæmda- og íþróttastjóri KLÍStjórn Keilusambands Íslands (KLÍ) ákvað í október sl. að sameina störf íþróttastjóra og framkvæmdastjóra sambandsins. Ein megin ástæða þeirra breytinga er sögð vera sú að fá meiri nýtni úr einum starfsmanni í fullu starfi heldur en tveim í hlutastörfum. Á liðnu ársþingi KLÍ var samþykkt fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir þessari breytingu.
Nánar ...