Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

11

Verðlaunaafhending Forvarnardagsins

14.12.2020

Verðlaunaafhending Forvarnardagsins var haldin á Bessastöðum þann 12. desember sl. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson veitti verðlaunin og átti góða stund með verðlaunahöfum en sóttvarnarreglur voru hafðar í hávegum og því einungis nemendurnir og foreldrar þeirra viðstaddir. 

Verðlaunin voru veitt þremur aðilum sem gáfu rétt svör við spurningu um lykilþætti að góðu lífi sem felst í verndandi þáttum áfengis- og vímuefnanotkunar og hlutu þeir 50 þúsund króna innieign í versluninni 66 norður. Hugmyndin á bak við verðlaunin tengist því að nemendur geti valið sér flíkur sem henta til útivistar sem er heilsueflandi. Nemendur í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla fá fræðslu um þá þætti á Forvarnardaginn á vegum síns skóla. Það tóku 360 nemendur þátt í leiknum í ár.

Þeir nemendur sem dregnir voru út eru:

  • Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir, Grunnskóli Fjallabyggðar, Siglufirði
  • Sóley Bestla Ýmisdóttir, Verzlunarskóli Íslands, Reykjavík
  • Ásdís Bára Eðvaldsdóttir, Heiðarskóli, Reykjanesbæ

Embætti landlæknis stendur að deginum í samstarfi við embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Skátana, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greiningu, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samfés, Heimili og skóla og Samstarf félagasamtaka í forvörnum.