Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

25.07.2019

Eitt ár til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020

Eitt ár til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 Næstu Ólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Í gær fóru fram hátíðarhöld í borginni þegar því var fagnað að ár er þar til setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram. Á leikunum munu tæplega 11.000 íþróttamenn frá um 200 þjóðum keppa í 33 íþróttagreinum. 339 gullverðlaun verða veitt á Ólympíuleikunum 2020. Sjá má íþróttagreinarnar sem keppt verður í hér og dagskrá leikanna má sjá hér.
Nánar ...
23.07.2019

EYOF 2019 - Myndir frá hátíðinni

EYOF 2019 - Myndir frá hátíðinniÓlympíuhátíð Evrópuæskunnar fer nú fram í Bakú í Azerbaijan og stendur til 27. júlí nk. Á vefsíðu hátíðarinnar hér má sjá dagskrá hátíðarinnar og einnig er hægt að fylgjast með verðlaunatöflunni. Á myndasíðu ÍSÍ hér má sjá myndir frá íslenska hópnum.​
Nánar ...
22.07.2019

EYOF 2019 - Annar keppnisdagur

EYOF 2019 - Annar keppnisdagurÞá er stór keppnisdagur framundan hjá íslenska hópnum á EYOF, en við munum eiga keppendur í öllum fimm íþróttagreinunum sem við eigum þátttakendur í á mótinu.
Nánar ...
22.07.2019

EYOF 2019 - Birna Kristín á siglingu

EYOF 2019 - Birna Kristín á siglinguBirna Kristín Kristjánsdóttir keppir í frjálsíþróttum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer nú fram í Bakú. Birna er fædd árið 2002 og er því 17 ára gömul. Birna hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár, m.a. náði hún þeim merka áfanga árið 2017, á fimmtánda aldursári, að verða Íslandsmeistari í 60m hlaupi kvenna á 7,88 sekúndum á Meistaramóti Íslands innanhúss. Hún á ekki langt að sækja hraðann, því móðir Birnu Kristínar, Geirlaug Geirlaugsdóttir úr Ármanni varð Íslandsmeistari á 14. aldursári og faðir hennar Kristján Harðarson, setti Íslandsmet í langstökki árið 1984 sem stóð í tíu ár (7,79m). Hann keppti einnig fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum 1984 og lenti þar í 22. sæti, stökk 7,09 metra.
Nánar ...
22.07.2019

EYOF 2019 - Lukkudýr hátíðarinnar

EYOF 2019 - Lukkudýr hátíðarinnarÓlympíuhátíð Evrópuæskunnar fer nú fram í Bakú í Azerbaijan. Lukkudýrin, sem hvetja íþróttafólkið áfram á meðan á hátíðinni stendur, eru Jirtdan og Babir. Jirtdan er lítill strákur sem kemur úr barnabókum frá Azerbaijan og er ein vinsælasta ævintýrapersónan á meðal barna í landinu. Hann er smár en knár og hefur sannað sig í mörgu ævintýrinu sem hetja. Babir er hlébarði frá Azerbaijan, dásamaður fyrir styrk sinn og hraða, en hlébarðar þessir eru í útrýmingarhættu og einungis um 15 hlébarðar enn lifandi. Lukkudýrunum er ætlað að endurspegla sögu og menningararfleifð Azerbaijan ásamt því að hvetja íþróttafólkið áfram á hátíðinni.
Nánar ...