Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

15.02.2018

PyeongChang 2018 - Elsa og Freydís Halla í eldlínunni

PyeongChang 2018 - Elsa og Freydís Halla í eldlínunniElsa Guðrún Jónsdóttir náði þeim merka áfanga í morgun að vera fyrst íslenskra kvenna til þess að taka þátt í skíðagöngu fyrir Íslands hönd. Elsa kom í mark á 31:12,8 mín­út­um og varð 6,12 mín­út­um á eft­ir Ólymp­íu­meist­ar­an­um Ragn­hild Haga frá Nor­egi. Elsa Guðrún, sem var 77. í rás­röðinni, hafnaði í 78. sæti af 90 kepp­end­um.
Nánar ...
13.02.2018

Göngufótboltinn í Þrótti

Göngufótboltinn í ÞróttiGöngufótbolti hjá Þrótti hóf göngu sína þann 1. desember 2017 og er ætlaður eldri iðkendum. Nú er búið að úthluta göngufótboltafólki tíma, á miðvikudögum kl. 12.30, í Sporthúsinu í Kópavogi.
Nánar ...
13.02.2018

PyeongChang 2018 - Isak í 55. sæti í sprettgöngu

PyeongChang 2018 - Isak í 55. sæti í sprettgönguÍ dag fór fram sprettganga karla á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang. Byrjað var á tímatöku sem er undankeppni fyrir úrslitin, en einungis 30 bestu komast í úrslitin. Isak Stianson Pedersen var eini íslenski keppandinn sem tók þátt. Ræsti hann út nr.71 af alls 80 keppendum en ræst er út eftir stöðu á heimslistanum. Isak átti frábæra göngu, en hann kom í mark á 3:24,57 mín­út­um og endaði í 55. sæti. Hann fær 102.03 FIS punkta. Eru þetta hans bestu FIS punktar á ferlinum í sprettgöngu, en á heimslista er hann með 165.71 FIS punkta og því um stóra bætingu að ræða.
Nánar ...
12.02.2018

Heimsókn frá Grænlandi

Heimsókn frá GrænlandiFramkvæmdastjóri Grænlenska íþróttasambandsins Carsten Olsen og framkvæmdastjóri Ameríkumótsins í handknattleik 2018 Christian Keldsen heimsóttu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands á dögunum en grænlenska handknattleikssambandið verður gestgjafi mótsins síðar á þessu ári.​ Þeir voru hér á Íslandi að fylgjast með RIG leikunum og kynna sér umfang og framkvæmd leikanna. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, tók á móti þeim.
Nánar ...
12.02.2018

PyeongChang 2018 - Keppni frestað vegna veðurs

PyeongChang 2018 - Keppni frestað vegna veðursKeppni í stór­svigi kvenna á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang í Suður-Kór­eu fór ekki fram í nótt vegna veðurs. Frey­dís Halla Ein­ars­dótt­ir átti að keppa kl. 1.15 að ís­lensk­um tíma, í sinni fyrri ferð, en sú seinni átti að hefjast kl. 4.45. Nýr tími fyr­ir stór­svig kvenna er 15. febrúar.
Nánar ...
11.02.2018

PyeongChang 2018 – Snorri í 56. sæti í skiptigöngu

PyeongChang 2018 – Snorri í 56. sæti í skiptigönguKeppni í 30km skiptigöngu fór fram í dag á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang. Snorri Einarsson keppti í greininni og var þar með fyrstur Íslendinga til að keppa á leikunum. Snorri var með rásnúmer 48 og byrjaði nokkuð vel, en snemma í keppninni varð hann í tvígang fyrir óhappi varðandi stafi, þar sem festing slitnaði í annað skiptið og stafur brotnaði í hitt skiptið. Það hafði mikil áhrif á gönguna hans og að lokum lauk hann keppni í 56. sæti.
Nánar ...
10.02.2018

PyeongChang 2018 - Góðir gestir í Ólympíuþorpinu

PyeongChang 2018 - Góðir gestir í Ólympíuþorpinu​Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- menningar- og íþróttamálaráðherra, var viðstödd setningu Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang sem fram fór í gær og í dag skoðaði hún aðstæður á leikunum, hitti keppendur og heimsótti Ólympíuþorpið.
Nánar ...
09.02.2018

PyeongChang 2018 - Undirbúningur á fullu

PyeongChang 2018 - Undirbúningur á fulluHluti af íslenska hópnum sem tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum mætti til Suður-Kóreu seint laugardaginn 3. febrúar eftir rúmlega 30 klst ferðalag. Þátttakendur tóku því rólega fyrsta daginn en eftir það fóru æfingar á fullt. Æfingarnar hafa gengið virkilega vel en aðstæður eru eins og þær gerast bestar. Mikið frost var fyrstu dagana, eða um 15-20 gráðu frost. Í dag fór setningarathöfn leikanna fram og þá var hitinn rétt við frostmark sem gerði útiveruna þægilegri fyrir hópinn.
Nánar ...