Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
22

PyeongChang 2018 - Undirbúningur á fullu

09.02.2018

Hluti af íslenska hópnum sem tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum mætti til Suður-Kóreu seint laugardaginn 3. febrúar eftir rúmlega 30 klst ferðalag. Þátttakendur tóku því rólega fyrsta daginn en eftir það fóru æfingar á fullt. Æfingarnar hafa gengið virkilega vel en aðstæður eru eins og þær gerast bestar. Mikið frost var fyrstu dagana, eða um 15-20 gráðu frost. Í dag fór setningarathöfn leikanna fram og þá var hitinn rétt við frostmark sem gerði útiveruna þægilegri fyrir hópinn.

Snorri Einarsson keppir fyrstur Íslendinga í 30 km skiptigöngu á sunnudag og Freydís Halla Einarsdóttir keppir í stórsvigi á mánudag.

Hér má sjá allar upplýsingar um keppni Íslendinganna á XXIII Vetrarólympíuleikunum í S-Kóreu.

Skíðasamband Ísland er virkt á samfélagsmiðlum og hvetur ÍSÍ fólk til þess að fylgjast með ævintýrum íslenska hópsins á þeim:
Instagram: skidasamband
Snapchat: skidasamband

Myndir með frétt