Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

21.02.2017

Efnisveita ÍSÍ

Efnisveita ÍSÍÍ efnisveitu ÍSÍ má finna öll helstu gögn sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur gefið út. Má meðal annars nefna Lög, reglugerðir og stefnur, tölfræði, upplýsingar um verkefnið Fyrirmyndarfélag, eyðublöð og fræðslubæklinga.
Nánar ...
20.02.2017

Lífshlaupsstemmning í Oddeyrarskóla

Lífshlaupsstemmning í OddeyrarskólaLífshlaupið er nú í fullum gangi. Mikil stemmning hefur verið í Oddeyrarskóla vegna Lífshlaupsins, jafnt hjá nemendum sem starfsliði skólans. Þess ber glöggt merki í allri tölfræði hjá keppendum í skólanum en 195 nemendur skólans hafa hreyft sig í yfir 220 þúsund mínútur á 1749 hreyfingadögum. Starfsliðið hefur einnig tekið vel á því og 45 starfsmenn hafa hreyft sig í yfir 41 þúsund mínútur á 530 hreyfingadögum og hafa enn tæpa viku til að bæta um betur.
Nánar ...
17.02.2017

Dr. Ron Maughan í Kastljósi

Dr. Ron Maughan í KastljósiÞann 26. janúar fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Ron fór við tilefnið í viðtal í Kastljósi, þar sem hann ræddi um fæðubótarefni. Hann segir að það sé engin almenn skilgreining til á því hvað er fæðubótarefni og hvað ekki, en að það eitt sé víst að gæðaeftirliti með fæðubótarefnum sé ábótavant.
Nánar ...
17.02.2017

LA, París eða Búdapest

LA, París eða BúdapestÞrjár borgir keppast um að halda Ólympíuleikana árið 2024. Þær borgir sem sóttu um að halda leikana eru Búdapest í Ungverjalandi, Hamborg í Þýskalandi, Los Angeles í Bandaríkjunum, París í Frakklandi og Róm á Ítalíu. Nú hafa tvær borgir dregið sig úr keppninni um að halda leikana, Hamborg og Róm. 100 meðlimir Alþjóðaólympíunefndarinnar munu kjósa á milli þessarra borga þegar nefndin mun funda í Líma í Perú 13. september 2017.
Nánar ...
15.02.2017

Þriðja keppnisdegi lokið

Þriðja keppnisdegi lokiðÁ þriðja keppnisdegi Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar áttum við ​keppendur í listskautum, svigi stúlkna og brettaati drengja.
Nánar ...
15.02.2017

65 nemendur í vorfjarnámi

65 nemendur í vorfjarnámiVorfjarnám 1. og 2. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ er nú komið í fullan gang. Samtals um 65 nemendur eru í náminu að þessu sinni sem er ansi nálægt því að vera metþátttaka. Nemendur koma frá fjölmörgum greinum íþrótta s.s. handknattleik, körfuknattleik, knattspyrnu, fimleikum, skíðaíþróttum, skautaíþróttum, taekwondo, blaki, borðtennis, lyftingum, karate og hjólreiðum svo eitthvað sé nefnt.
Nánar ...
14.02.2017

Öðrum keppnisdegi lokið í Erzurum

Öðrum keppnisdegi Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar sem nú fer fram í Erzurum í Tyrklandi er nú lokið. Í dag áttum við fulltrúa í skíðagöngu og stórsvigi.
Nánar ...
14.02.2017

Fararstjórnin í Erzurum

Fararstjórnin í ErzurumNú stendur yfir Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer fram í Erzurum í Tyrklandi. Það eru ekki einungis keppendur sem hafa staðið í ströngu þessa dagana heldur er einnig öflugt teymi þeim til aðstoðar.
Nánar ...
14.02.2017

Tókýó 2020 - Verðlaunapeningar úr gömlum símum

Tókýó 2020 - Verðlaunapeningar úr gömlum símumNæstu Ólympíuleikar munu fara fram í Tókýó í Japan árið 2020. Skipuleggjendur leikanna leggja mikið upp úr umhverfisvitund og sjálfbærni og vilja hvetja Japani til þess að gera slíkt hið sama. Skipuleggjendur hafa nú brugðið á það ráð að koma af stað söfnun, sem hefst í apríl nk., þar sem almenningur í Japan er beðinn um að gefa gamla farsíma og önnur lítil tæki í söfnunarkassa víðsvegar um Japan. Stefnt er að því að safna átta tonnum af málmi til þess að búa til tvö tonn af gulli, silfri og bronsi. Úr þessum tveimur tonnum verða síðan verðlaunapeningarnir sem afhentir verða verðlaunahöfum á Ólympíuleikunum í Tókýó búnir til.
Nánar ...