Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

07.11.2014

HSÞ 100 ára

Héraðssamband Þingeyinga hélt upp á 100 ára afmælið sitt í íþróttahúsinu á Laugum sunnudaginn 2. nóvember síðastliðinn. Afmælishátíðin var afar vel sótt og mikill fjöldi glæsilegra atriða gerði hátíðina eftirminnilega í alla staði. Ræður, ávörp, kórsöngur, glímu- og þjóðdansasýning var meðal þeirra atriða sem glöddu viðstadda á þessum merka degi. Héraðssambandið tók við fjölda gjafa og heillaóska frá fjölmörgum aðilum. Það voru þeir Gunnlaugur Júlíusson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem mættu fyrir hönd ÍSÍ. Gunnlaugur ávarpaði samkomuna og færði HSÞ afmælisgjöf af þessu tilefni. Á myndinni eru frá vinstri Viðar Sigurjónsson, Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ og Gunnlaugur Júlíusson.
Nánar ...
07.11.2014

Dagur gegn einelti

Dagur gegn einelti er haldinn hátíðlegur í dag föstudaginn 7. nóvember. Með deginum vilja stjórnvöld hvetja skóla og aðrar stofnanir til að hugleiða hvernig hægt er að stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla og koma í veg fyrir einelti.
Nánar ...
03.11.2014

Upptökur frá ráðstefnu um stefnumótun í afreksíþróttum

Ráðstefna um stefnumótun í afreksíþróttum fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal mánudaginn 13. október sl. Var hún vel sótt af aðilum úr íþróttahreyfingunni og stóð frá kl. 9:00 fram til rúmlega 13:00. Nú er búið ganga frá myndefni frá þessum viðburði og skeyta saman fyrirlestrum og glærum.
Nánar ...
01.11.2014

Afmælishátíð HSÞ 2. nóvember

Afmælishátíð HSÞ 2. nóvember100 ára afmælishátíð Héraðssambands Þingeyinga verður haldinn í íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal sunnudaginn 2. nóvember kl. 14 en sambandið var stofnað 31. október 1914. Á afmælishátíðinni verður boðið m.a. upp á glæsilegt kaffihlaðborð Kvenfélags Reykdæla. Margt annað verður til skemmtunar, kórsöngur Sálubótar og karlakórsins Hreims, sögusýning, þjóðdansar og glímusýning.
Nánar ...