Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
3

HSÞ 100 ára

07.11.2014Héraðssamband Þingeyinga hélt upp á 100 ára afmælið sitt í íþróttahúsinu á Laugum sunnudaginn 2. nóvember síðastliðinn.  Afmælishátíðin var afar vel sótt og mikill fjöldi glæsilegra atriða gerði hátíðina eftirminnilega í alla staði.  Ræður, ávörp, kórsöngur, glímu- og þjóðdansasýning var meðal þeirra atriða sem glöddu viðstadda á þessum merka degi.  Héraðssambandið tók við fjölda gjafa og heillaóska frá fjölmörgum aðilum.  Það voru þeir Gunnlaugur Júlíusson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem mættu fyrir hönd ÍSÍ.  Gunnlaugur ávarpaði samkomuna og færði HSÞ afmælisgjöf af þessu tilefni.  Á myndinni eru frá vinstri Viðar Sigurjónsson, Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ og Gunnlaugur Júlíusson.