Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

11.03.2020

Rýnifundur um áherslur íþróttahreyfingarinnar í almenningsíþróttum

Rýnifundur um áherslur íþróttahreyfingarinnar í almenningsíþróttumÞriðjudaginn 10. mars bauð Almenningsíþróttasvið og Almenningsíþróttanefnd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands til rýnifundar um áherslur íþróttahreyfingarinnar í almenningsíþróttum. Gestir fundarins voru stjórnar- og starfsfólk ÍSÍ, nefndarmenn sviðsins, starfsmenn sambandsaðila ÍSÍ, starfmenn Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), starfsmenn nokkurra íþróttafélaga og starfsmaður frá Embætti landlæknis.​
Nánar ...
10.03.2020

Parsons forseti IPC heimsækir Ísland

Parsons forseti IPC heimsækir ÍslandAndrew Parsons forseti Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra (IPC) og nefndarmaður í Alþjóðaólympíunefndinni er staddur hér á landi. Hann er gestur Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) en þetta er fyrsta opinbera heimsókn Parsons til Íslands. Forverar hans í starfi hjá IPC hafa allir heimsótt Ísland í sinni stjórnartíð, en Parsons tók við af Sir Philip Craven sem forseti IPC árið 2017.
Nánar ...
09.03.2020

Fundur um Covid-19 veiruna

Fundur um Covid-19 veirunaEins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í dag með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins.
Nánar ...
09.03.2020

Heiðranir á ársþingi UMSK

Heiðranir á ársþingi UMSKÍSÍ veitti á ársþinginu þremur einstaklingum viðurkenningu fyrir ósérhlífið starf á vegum íþróttahreyfingarinnar um árabil, þeim Magnúsi Gíslasyni, Eiríki Mörk og Kristínu Finnbogadóttur.
Nánar ...
09.03.2020

Skautahöllin á Akureyri 20 ára

Skautahöllin á Akureyri 20 áraSkautahöllin á Akureyri varð 20 ára þann 1. mars síðastliðinn og kvennalið Skautafélags Akureyrar var einnig stofnað í byrjun árs 2000. Af þessu tilefni boðaði Skautafélag Akureyrar til viðburðar í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 29. febrúar síðastliðinn. Það var skemmtilegt að heimsmeistaramótið í íshokkí kvenna í 2. deild B skyldi standa yfir þessa helgi. Íslenska landsliðið var einmitt að fara að spila síðasta leik sinn í keppninni strax að lokinni afmælisathöfninni. Þess má geta að íslenska liðið vann þann leik og endaði í 2. sæti, sem er frábær árangur.
Nánar ...
06.03.2020

Hilmar Snær fyrstur til að vinna Evrópumótaröðina

Hilmar Snær fyrstur til að vinna EvrópumótaröðinaSkíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings varð þann 28. febrúar sl. fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á Evrópumótaröð Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) í alpagreinum. Hilmar sigraði í svigkeppninni og að henni lokinni var ljóst að ekki yrði keppt í stórsvigi vegna aðstæðna. Hilmar var því sigurvegari heildarstigakeppninnar á Evrópumótaröðinni með gull í svigi og silfur í stórsvigi. Hilmar hefur síðustu ár klifrað hratt upp metorðastigann í alpagreinum og er nú á meðal allra fremstu alpagreinamanna fatlaðra í heiminum.
Nánar ...
06.03.2020

ÍF og SSÍ vinna saman að framþróun sundíþróttarinnar

ÍF og SSÍ vinna saman að framþróun sundíþróttarinnarÍþróttasamband fatlaðra (ÍF) og Sundsamband Íslands (SSÍ) undirrituðu nýverið samstarfssamning sín á milli um gagnkvæma skuldbindingu sérsambandanna um framþróun sundíþróttarinnar, sameiginlegt mótahald fatlaðra og ófatlaðra og leitast með því að tryggja sundfólki bestu mögulegu aðstæður.
Nánar ...
04.03.2020

Íþróttafólk UMSK 2019

Íþróttafólk UMSK 2019Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) fór fram 3. mars sl. Á þinginu voru veittar viðurkenningar fyrir Íþróttafólk ársins 2019. Valgarð Reinhardsson, fimleikamaður úr Gerplu, var valinn Íþróttakarl UMSK 2019 og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, var valin Íþróttakona UMSK 2019.
Nánar ...