Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
21

Rýnifundur um áherslur íþróttahreyfingarinnar í almenningsíþróttum

11.03.2020

Þriðjudaginn 10. mars bauð Almenningsíþróttasvið og Almenningsíþróttanefnd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands til rýnifundar um áherslur íþróttahreyfingarinnar í almenningsíþróttum. Gestir fundarins voru stjórnar- og starfsfólk ÍSÍ, nefndarmenn sviðsins, starfsmenn sambandsaðila ÍSÍ, starfmenn Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), starfsmenn nokkurra íþróttafélaga og starfsmaður frá Embætti landlæknis.

Leitað var svara við eftirfarandi spurningum:

  • Með hvað hætti getur íþróttahreyfingin eflt íþróttaiðkun og hreyfingu almennings?
  • Með hvaða hætti getur íþróttahreyfingin eflt íþróttaiðkun og hreyfingu innan íþróttafélaga?
  • Vill íþróttahreyfingin tengjast fyrirtækjaíþróttum og með hvaða hætti þá?

Fundurinn var vel sóttur og komu fram margar spennandi hugmyndir og svör sem sviðið mun fara í að skoða nánar. 

Myndir með frétt