Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

08.09.2020

Vilt þú verða þjálfari?

Vilt þú verða þjálfari?Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 21. september nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
07.09.2020

Dagur í lífi skylmingamanns

Dagur í lífi skylmingamannsAndri Nikolaysson Mateev, margfaldur Íslandsmeistari í skylmingum og lykilmaður í landsliði Íslands, tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ nk. miðvikudag þann ‪9. september‬. Hann vann það einstaka afrek á síðasta ári að verða Norðurlandameistari og Íslandsmeistari í karlaflokki, í liðakeppni og í flokki 20 ára og yngri. Hann hefur unnið öll mót sem haldin hafa verið á Íslandi síðastliðin ár ásamt því að ná 8. sæti á Viking Cup 2018, sterku heimsbikarmóti sem haldið var á Íslandi. Nú einbeitir hann sér að aðalmarkmiði sínu sem er að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.
Nánar ...
07.09.2020

Íþróttavika Evrópu hefst 23. september

Íþróttavika Evrópu hefst 23. septemberÍþróttavika Evrópu fer fram 23. – 30. september næstkomandi í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir verkefninu hér á landi en markmiðið er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi og er sérstök áhersla lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...
07.09.2020

Háttvísisdagurinn 2020

Háttvísisdagurinn 2020Í dag þann 7. september er Háttvísisdeginum (World Fair Play Day) fagnað á alþjóðavísu í fyrsta skipti. Alþjóðlega háttvísisnefndin hefur starfað síðan árið 1963, en hún var stofnuð í París í Frakklandi m.a. af alþjóðlegum íþróttasamtökum og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
Nánar ...
07.09.2020

Ólympíuhlaup ÍSÍ sett á morgun

Ólympíuhlaup ÍSÍ sett á morgunÓlympíuhlaup ÍSÍ 2020 verður sett í Grunnskóla Grundarfjarðar þann 8. september nk. kl.11:00. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 verður á staðnum að hvetja nemendur áfram.
Nánar ...
04.09.2020

Þjálfaramenntun ÍSÍ 2020

Þjálfaramenntun ÍSÍ 2020Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 21. september nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
04.09.2020

Göngum í skólann - Umferðarvefurinn

Göngum í skólann - UmferðarvefurinnGott er að skoða umferðarvefinn, www.umferd.is, í tengslum við verkefnið Göngum í skólann. Á síðunni er ógrynni af skemmtilegu fræðsluefni um umferðamál fyrir nemendur í grunnskólum, kennara og foreldra. Vefurinn er afar gagnlegur og til þess fallinn að auka áhuga á umferðaröryggi en umferðarfræðsla á erindi við alla.
Nánar ...
04.09.2020

Ólympíuleikum ungmenna frestað

Ólympíuleikum ungmenna frestaðAlþjóðaólympíunefndin (IOC) og skipulagsnefnd Ólympíuleika ungmenna í Senegal gáfu þá tilkynningu út á dögunum að leikunum yrði frestað um fjögur ár. Ólympíuleikar ungmenna áttu að fara fram í Senegal frá 22. október til 9. nóvember árið 2022 en þeim hefur nú verið frestað til 2026. Leikarnir munu marka tímamót hjá álfunni Afríku, því álfan mun í fyrsta sinn í sögunni verða gestgjafi ólympísks viðburðar á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Líklegt er að Ólympíuleikar ungmenna fari fram á svipuðum tíma árs og stóð til, en þann 1. nóvember ár hvert fer afríski æskulýðsdagurinn fram sem er mikilvæg dagsetning í dagatali álfunnar. Framtíðarmarkmið Senegal er að auka þátttöku ungs fólks í Senegal í íþróttum og eru leikarnir mikilvægt skref í þá átt.
Nánar ...