Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
27

07.02.2019

OR tekur þátt í Lífshlaupinu

OR tekur þátt í LífshlaupinuLífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, hófst þann 6. febrúar sl. Markmiðið með verkefninu er að hvetja almenning til daglegrar hreyfingar þar sem farið er eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu. Fyrirtæki hafa mörg hver tekið þátt í Lífshlaupinu í gegnum árin og er Orkuveita Reykjavíkur þeirra á meðal. Starfsfólk Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ heimsótti Orkuveitu Reykjavíkur fyrir stuttu og hélt stutta kynningu fyrir starfsfólk OR og fékk í leiðinni að sjá aðstöðu sem í boði er fyrir starfsfólk. Orkuveita Reykjavíkur hefur til umráða glæsilega æfinga- og slökunar aðstöðu fyrir starfsfólk sitt. Einnig er glæsileg geymslu aðstaða fyrir hjól ásamt viðgerðar- og þvottastöð þar sem hver og einn getur dittað að hjóli sínu. Þann dag sem starfsfólk ÍSÍ heimsótti OR voru um 50 manns sem höfðu komu hjólandi í vinnuna. ÍSÍ hvetur önnur fyrirtæki til þess að koma upp æfingaaðstöðu og hjólageymslum fyrir starfsfólk sitt og taka þátt í verkefnum eins og Lífshlaupinu. Auðvelt er að skrá sig til leiks og vera með og hægt er að skrá sig alveg fram á síðasta dag í vinnustaðakeppninni sem er 26. febrúar. Öll hreyfing telur með svo lengi sem það nær samtals 30 mínútum á dag hjá fullorðnum og 60 mínútum á dag hjá börnum og unglingum.
Nánar ...
06.02.2019

Ekki harka af þér höfuðhögg!

Ekki harka af þér höfuðhögg!Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér). Fyrstu myndböndin hafa þegar verið birt á samfélagsmiðlum ÍSÍ og KSÍ og verða fleiri myndbönd birt síðar.
Nánar ...
06.02.2019

Súpufundur um heilahristing í dag

Súpufundur um heilahristing í dagÍ dag fer fram súpufundur á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli frá 12:00-13:00 þar sem viðfangsefnið er höfuðhögg/heilahristingur í íþróttum. ÍSÍ og KSÍ standa fyrir fundinum. Þar mun Lára Ósk Eggertsdóttir Classens sem er læknir á bráðamóttöku halda fyrirlestur og Ragna Margrét Brynjarsdóttir, mastersnemi í sálfræði og María Björnsdóttir sjúkraþjálfari segja reynslusögur, en þær eru báðar körfuboltakonur sem fengu heilahristing í fyrra. Frítt er á viðburðinn og boðið verður upp á súpu og brauð.
Nánar ...
06.02.2019

Lífshlaupið 2019 hefst í dag

Lífshlaupið 2019 hefst í dagLífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, hefst í dag og er þetta í tólfta sinn sem verkefnið fer af stað. Markmiðið með verkefninu er að hvetja almenning til daglegrar hreyfingar þar sem farið er eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu. Hluti af því að bæta heilsu og vellíðan er að hreyfa sig reglulega. Setningarhátíðin fór fram í morgun í Breiðholtsskóla þar sem þær Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar öttu kappi í Lífshlaupshreystibraut ásamt því að flytja stutt ávörp.
Nánar ...
05.02.2019

Súpufundur - Almenn fræðsla og reynslusögur um heilahristing

Súpufundur - Almenn fræðsla og reynslusögur um heilahristing​Á morgun fer fram súpufundur á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli frá 12:00-13:00 þar sem viðfangsefnið er höfuðhögg/heilahristingur í íþróttum. ÍSÍ og KSÍ standa fyrir fundinum. Þar mun Lára Ósk Eggertsdóttir Classens sem er læknir á bráðamóttöku halda fyrirlestur og Ragna Margrét Brynjarsdóttir, mastersnemi í sálfræði og María Björnsdóttir sjúkraþjálfari segja reynslusögur, en þær eru báðar körfuboltakonur sem fengu heilahristing í fyrra. Frítt er á viðburðinn og boðið verður upp á súpu og brauð.
Nánar ...
05.02.2019

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Sarajevo

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í SarajevoVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar er nú haldin í fjórtánda sinn, að þessu sinni í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu frá 9.-16. febrúar n.k. Keppnisgreinar á leikunum eru alpagreinar, skíðaskotfimi, skíðaganga, íshokkí, skautahlaup, listskautar, krulla og snjóbrettagreinar. Lukkudýr hátíðarinnar er Groodvy sem á íslensku þýðir „Snjóbolti“. Aðdáendur samfélagsmiðla Ólympíuhátíðarinnar fengu að velja lukkudýrið úr þremur tillögum.
Nánar ...
05.02.2019

Getum við komið í veg fyrir misnotkun í íþróttafélaginu?

Getum við komið í veg fyrir misnotkun í íþróttafélaginu?ÍSÍ bendir félögum og öðrum sambandsaðilum á það fræðsluefni sem til er og má finna á vefsíðu ÍSÍ hér. • Bæklingurinn Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. • Hegðunarviðmið ÍSÍ og Siðareglur ÍSÍ sem félög geta haft að leiðarljósi við samningu siðareglna eða tekið þær óbreytt upp. • Viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum. • Tillaga að samþykki um uppflettingu í sakaskrá.
Nánar ...
04.02.2019

Þjálfaramenntun ÍSÍ - Vorfjarnám

Þjálfaramenntun ÍSÍ - VorfjarnámVorfjarnám 1. og 2. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 11. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Nánar ...
01.02.2019

Lífshlaupið 2019 - 5 dagar

Lífshlaupið 2019 - 5 dagar Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, hefst eftir 5 daga. Markmiðið með verkefninu er að hvetja almenning til daglegrar hreyfingar þar sem farið er eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu. Hluti af því að bæta heilsu og vellíðan er að hreyfa sig reglulega.
Nánar ...
01.02.2019

Ráðstefnan Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

Ráðstefnan Eru íþróttir leikvangur ofbeldis? Ráðstefnan „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?- vinnum gegn því“ fór fram 30. janúar sl. í Háskólanum í Reykjavík. Áherslan á ráðstefnunni var á birtingarmyndir ofbeldis innan íþrótta, leiðir til að bregðast við ofbeldinu, vinna úr málum sem koma upp og vinna að því að koma í veg fyrir að ofbeldi eigi sér stað. Bæði erlendir og íslenskir fyrirlesarar deildu reynslu sinni úr íþróttunum.
Nánar ...
31.01.2019

Íslenskir afreksþjálfarar fá fræðslu

Íslenskir afreksþjálfarar fá fræðsluNorræn nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu. ÍSÍ hefur átt fulltrúa í norrænu nefndinni um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár, en það er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri. Fór hann með hóp íslenskra íþróttaþjálfara á tveggja daga vinnufund í Osló dagana 28. - 30. janúar sl. með þjálfarahópum frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Hópinn skipa þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir sundþjálfari, Finnur Freyr Stefánsson körfuknattleiksþjálfari, Haukur Már Ólafsson golfkennari, Hermann Þór Haraldsson frjálsíþróttaþjálfari og Jón Gunnlaugur Viggósson handknattleiksþjálfari. Þessir 25 þjálfarar sem skipuðu hópinn komu frá hinum ýmsu íþróttagreinum. Samstarf Norðurlandanna var rætt á fundinum og þróun og möguleikar í þeim efnum. Markmiðið með þessari vinnu var að rýna í hvað þjóðirnar hefðu fram að færa í hinum fjölmörgu þáttum sem lúta að íþróttaþjálfun og hvernig þjóðirnar gætu átt frekari samvinnu, skipst á þekkingu og reynslu sem vonandi leiðir svo til faglegra starfs í löndunum öllum. Íslenski hópurinn mun eiga annan vinnufund í Laugardalnum í febrúar þar sem rýnt verður í niðurstöður fundarins í Osló og þeir þættir skoðaðir sem nýtast mega hér á landi.
Nánar ...
31.01.2019

Verkefni Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ 2019

Verkefni Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ 2019Almenningsíþróttasvið ÍSÍ stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefnum á hverju ári. Markmið verkefnanna Hjólað í vinnuna, Hjólum í skólann og Göngum í skólann er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Lífshlaupið fer fram í febrúar ár hvert og er ætlað að höfða til allra aldurshópa.
Nánar ...