Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
1

04.06.2018

Laus störf hjá ÍSÍ

Laus störf hjá ÍSÍÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra á Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ og verkefnastjóra á Almenningsíþróttasviði ÍSÍ.
Nánar ...
02.06.2018

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2018 fór fram í dag

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2018 fór fram í dagSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og níunda sinn í dag laugardaginn 2. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu en gera má ráð fyrir að um 10.000 konur hafi tekið þátt á yfir 80 stöðum um allt land og víða erlendis.
Nánar ...
02.06.2018

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í dag

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í dagSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram víðsvegar um land allt í dag, laugardaginn 2. júní. Hlaupin fara fram á mismunandi tímum eftir staðsetningu, en lista yfir hlaupin má finna á vefsíðu hlaupsins.
Nánar ...
01.06.2018

Sumarfjarnám - Þjálfaramenntun ÍSÍ

Sumarfjarnám - Þjálfaramenntun ÍSÍ Sumarfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 18. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
01.06.2018

17. ársþing Dansíþróttasambands Íslands

17. ársþing Dansíþróttasambands ÍslandsÁrsþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) var haldið 31. maí 2018 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu var m.a. farið yfir tímasetningar dansíþróttamóta DSÍ fyrir næsta keppnistímabil. Afreksstefna sambandsins var tekin til umræðu og samþykkt. Mjög góð mæting var á þingið. Þinginu var stýrt af mikilli röggsemi af þingforsetanum Eggerti Claessen.
Nánar ...
31.05.2018

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram víðsvegar um land allt laugardaginn 2. júní næstkomandi. Hlaupin fara fram á mismunandi tímum eftir staðsetningu, en lista yfir hlaupin má finna á vefsíðu hlaupsins.
Nánar ...
31.05.2018

Ársþing ÍRB

Ársþing ÍRBÁ þinginu voru lagðar fram lagabreytingar sem voru kynntar fyrir aðildarfélögum með boðun þings. Einar Haraldsson formaður lagabreytinganefndar kynnti tillögur nefndarinnar og voru breytingarnar á lögum bandalagsins svo samþykktar samhljóða af þingfulltrúum. Helsta breytingin sneri að mætingu aðildarfélaga á ársþing bandalagsins. Ef aðildarfélag sækir ekki ársþing er heimilt að skerða félagið um 50% af lottó tekjum þess. Af 10 aðildarfélögum ÍRB áttu einungis 4 þingfulltrúa á þinginu núna, með 26 þingfulltrúa.​
Nánar ...
29.05.2018

Nýr formaður kjörinn í KLÍ

Nýr formaður kjörinn í KLÍ25. ársþing Keilusambands Íslands fór fram í ÍR-heimilinu sunnudaginn 27. maí sl. Ásgrímur Helgi Einarsson gaf ekki kost á sér áfram í embætti formanns og var því kjörinn nýr formaður sambandsins. Jóhann Ágúst Jóhannsson var kjörinn formaður KLÍ til næstu tveggja ára.
Nánar ...
28.05.2018

7. ársþing Skylmingasambands Íslands

7. ársþing Skylmingasambands Íslands7. ársþing Skylmingasambands Íslands (SKY) var haldið 24. maí 2018 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, en þing sambandsins eru haldin annað hvert ár. Alls sóttu þingið 15 fulltrúar frá þremur aðildarsamböndum SKY. Anna Karlsdóttir varaformaður flutti skýrslu stjórnar og formaður sambandsins Nikolay Mateev reikninga þess, en sambandið var rekið með hagnaði bæði rekstrarárin. Á þinginu voru kynntar breytingar á móta- og keppendareglum, svo og hvata- og styrktarkerfi sambandsins til afreks- og landsliðsfólks. Á þinginu var skrifað undir styrktarsamning Orkusölunnar við SKY til næstu ára.
Nánar ...
26.05.2018

Smáþjóðaleikar Evrópu - Eitt ár í leika

Smáþjóðaleikar Evrópu - Eitt ár í leikaAðalfundur og fundur tækninefndar Smáþjóðaleika Evrópu fóru fram í gær og í dag í borginni Budva í Svartfjallalandi. Fundina sóttu þau Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem einnig á sæti í tækninefnd leikanna.
Nánar ...
26.05.2018

Laus störf hjá ÍSÍ

Laus störf hjá ÍSÍÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra á Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ annars vegar og Almenningsíþróttasvið ÍSÍ hins vegar.
Nánar ...