Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Smáþjóðaleikar Evrópu - Eitt ár í leika

26.05.2018

Aðalfundur og fundur tækninefndar Smáþjóðaleika Evrópu fóru fram í gær og í dag í borginni Budva í Svartfjallalandi. Fundina sóttu þau Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem einnig á sæti í tækninefnd leikanna.


Á fundunum var farið yfir fyrirkomulag á leikunum 2019 en Svartfjallaland verður þá gestgjafi í fyrsta sinn auk þess sem að tæknihandbók leikanna og tæknireglur voru yfirfarnar. Helstu mannvirki vegna leikanna 2019 voru skoðuð og munu allir þátttakendur gista á einu og sama hótelinu á meðan á leikunum stendur. Fimm keppnisgreinar fara fram á keppnisstöðum sem eru í göngufæri frá hótelinu.

Andorra verður gestgjafi leikanna 2021 og nú er ljóst að leikarnir 2023 fara fram á Möltu, en umsókn þeirra var formlega samþykkt á aðalfundinum í dag.

Svartfellingar fögnuðu því í dag að eitt ár er í leikana og var sérstök athöfn haldin í miðbæ Budva þar sem fulltrúar Smáþjóða Evrópu voru viðstaddur auk bæjarbúa. Ungt íþróttafólk var með sýningu á júdó, karate, blaki og nútímafimleikum.