Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

13.12.2018

Lukkudýr Evrópuleika 2019

Lukkudýr Evrópuleika 2019Evrópuleikarnir 2019 fara fram í borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 21.-30. júní 2019. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). Ýmis stórmót hafa verið haldin í Minsk síðastliðin ár og eru íþróttaleikvangar og aðrar aðstæður til íþróttakeppni til fyrirmyndar.
Nánar ...
12.12.2018

Guðbjörg Jóna gullverðlaunahafi

Guðbjörg Jóna gullverðlaunahafiÓlympíuleikar ungmenna fóru fram í Buenos Aires 6.- 18. október s.l. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir náði þeim merka áfanga að vera fyrst Íslendinga til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikum ungmenna og þar með fyrst Íslendinga til að vinna til gullverðlauna á leikum á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Þessi flotta íþróttakona byrjaði að æfa frjálsíþróttir 10 ára gömul. Í nýjasta blaði ÍSÍ frétta er viðtal við Guðbjörgu Jónu sem sjá má hér fyrir neðan. Tengil á ÍSÍ fréttir má sjá neðst í fréttinni.
Nánar ...
12.12.2018

Stjarnan sér tækifæri í verkefninu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Stjarnan sér tækifæri í verkefninu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ Mörg íþrótta- og ungmennafélög og deildir þeirra sjá sér hag í því að verða fyrirmyndarfélög ÍSÍ. Umf. Stjarnan í Garðabæ er eitt þeirra félaga sem hefur þessa nafnbót og hefur haft í allmörg ár eða allt frá árinu 2005. Allar deildir innan Stjörnunnar eru fyrirmyndardeildir ÍSÍ í dag og var síðasta endurnýjun til deildanna og þar með félagsins í heild sinni afhent snemma árs 2016. Handbækur deildanna eru afar vel unnar og aðalstjórn hefur mótað skýrar stefnur í þeim málaflokkum sem kröfur eru gerðar til um.
Nánar ...
12.12.2018

Undirritun samnings vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2019

Undirritun samnings vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2019Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Henson skrifuðu á dögunum undir samning vegna kaupa á bolum fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2019. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Henson, undirrituðu samninginn. Árið 2019 fagnar Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 30 ára afmæli en fyrsta Kvennahlaupið var haldið í Garðabæ þann 30. júní 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er löngu orðinn ómissandi viðburður hjá konum á öllum aldri um allt land.
Nánar ...
11.12.2018

Æfum alla ævi - Spennandi verkefni hjá HSÞ

Æfum alla ævi - Spennandi verkefni hjá HSÞÍ nýjasta blaðinu af ÍSÍ fréttum er viðtal við Gunnhildi Hinriksdóttur, framkvæmdastjóra Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ),en hún hefur nýverið tekið við starfinu. HSÞ er víðfemt íþróttahérað með starfsemi allt frá Grenivík að Bakkafirði, eftir sameiningu íþróttahéraðanna í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu árið 2007. HSÞ fagnar 105 ára afmæli á næsta ári og að mati Gunnhildar er framtíðin björt fyrir héraðssambandið. HSÞ vinnur nú að því að gerast Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Viðtalið við Gunnhildi má lesa hér, en tengill á ÍSÍ fréttir má sjá neðst í fréttinni.
Nánar ...
10.12.2018

Þjálffræði - endurútgáfa

Þjálffræði - endurútgáfaLíney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastýra ÍSÍ og Heiðar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Iðnú rituðu sl. föstudag undir samning um aðkomu ÍSÍ að endurútgáfu bókar um þjálffræði. Bók þessi er norsk en var fyrst gefin út á íslensku árið 1998. Bókin hefur verið endurútgefin nokkrum sinnum síðan með lítilsháttar breytingum. Nýja útgáfan er efnismeiri en sú fyrri og allar myndir verða endurunnar. ÍSÍ mun verða Iðnú innan handar með myndaöflun og yfirlestur. Bókin er aðal námsbókin í Þjálfaramenntun ÍSÍ og ein af fáum bókum um þetta efni sem til er á íslensku. Bókin mun koma út á seinni hluta næsta árs.
Nánar ...
05.12.2018

Dagur sjálfboðaliðans 2018

Dagur sjálfboðaliðans 2018Ár hvert er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Íþróttahreyfingin á Íslandi hefur í gegnum tíðina verið borin uppi af sjálfboðaliðum sem starfað hafa af ástríðu í þágu íþrótta í landinu og svo er enn.
Nánar ...
01.12.2018

Bannlisti WADA 2019 - Helstu breytingar

Bannlisti WADA 2019 - Helstu breytingarAlþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) hefur nú birt samantekt um helstu breytingar á bannlista WADA 2019 ásamt útskýringum. Á listanum má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Hér má sjá samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum.
Nánar ...