Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Skautasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

30.11.2018
Nýverið var gengið frá samningi Skautassambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
 
Skautasamband Íslands (ÍSS) flokkast sem C/Þróunarsérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til ÍSS vegna verkefna ársins er 1.450.000 kr. og er hækkun á styrkupphæð frá síðasta ári þar sem verkefni ÍSS árið 2017 hlutu styrk að upphæð 1 m.kr.
 
Nokkur alþjóðleg verkefni hafa verið á dagskrá ÍSS á árinu. Í fyrsta skipti fór fullskipað lið á Norðurlandamótið sem fram fór í Finnlandi og náðist þar besti árangur sambandsins til þessa. Í Heimsbikarmótaöð unglinga (JGP) hefur íslenskur keppandi, Viktoría Lind Björnsdóttir, náð góðum árangri á árinu og er núna stigahæsti íslenski skautarinn sem hefur keppt á JPG mótaröðinni. Þá náði Kristín Valdís Örnólfsdóttir fyrst íslenskra skautara lágmarki í tæknistigum inn á HM unglinga í stuttu prógrammi, en vantaði örlítið upp á lágmarkið í frjálsu prógrammi og þar með að komast inn á mótið. Þá hefur fjölgað í hópi Senior skautara og hafa þeir tekið þátt í Challenger Series mótaröðinni á árinu.
 
Það voru þær Svava Hróðný Jónsdóttir, varaformaður ÍSS og María Fortescue, framkvæmdastjóri ÍSS, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd ÍSS og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.