Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10

11.08.2017

Minnum á bannlista WADA

Minnum á bannlista WADASeint á síðasta ári birti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin bannlista WADA 2017 og samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum. Á listanum má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Framkvæmdastjórn Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar samþykkti listann 21. september 2016, en hann tók gildi 1. janúar 2017. Hér má sjá bannlistann og hér má sjá samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum.
Nánar ...
10.08.2017

Ólympíuleikarnir í París 2024

Ólympíuleikarnir í París 2024París og Los Angeles hafa undanfarna mánuði verið að keppast um að halda Ólympíuleikana árið 2024, en nú er orðið ljóst að Ólympíuleikarnir 2024 verða haldnir í París. Ólymp­íu­leik­arn­ir 2028 verða síðan haldn­ir í Los Ang­eles. Alþjóðaólymp­íu­nefnd­in til­kynnti í júní sl. að París og Los Angeles myndu halda þessa tvennu Ólymp­íu­leika í röð. Full­trú­ar beggja borga vildu hins vegar halda leik­ana árið 2024. Alþjóðaólympíunefnd­in gaf full­trúum borg­anna frest fram í september nk. til að kom­ast að sam­komu­lagi um niðurröðun­ina. Að öðrum kosti hefði þurft að kjósa.
Nánar ...
03.08.2017

Skrifstofa ÍSÍ lokuð föstudaginn 5. ágúst

Skrifstofa ÍSÍ, Engjavegi 6 í Laugardalnum, verður lokuð föstudaginn 4. ágúst vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur kl. 8:30 þriðjudaginn 8. ágúst. Ef upp koma aðstæður sem þarfnast nauðsynlega úrlausnar þá vinsamlegast hafið samband við Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ, í síma 861 5416.
Nánar ...
29.07.2017

EYOF 2017 - leikum slitið

EYOF 2017 - leikum slitiðLokahátíð Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fór fram við leikaþorpið fyrr í kvöld. Þar með er þessari sex daga íþróttahátíð lokið. Einu íslensku þátttakendurnir sem kepptu í dag voru drengirnir í handboltanum.
Nánar ...
27.07.2017

EYOF 2017 - Guðbjörg Jóna fimmta í 200

EYOF 2017 - Guðbjörg Jóna fimmta í 200Þá er úrslitahlaupi stúlkna í 200 metra hlaupi lokið. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir bætti sinn besta árangur þegar hún hljóp á 24,06 og endaði í fimmta sæti eins og í 100 metra hlaupinu.
Nánar ...
27.07.2017

EYOF 2017 - keppni dagsins langt komin

EYOF 2017 - keppni dagsins langt kominÍ morgun kepptu fjórir Íslendingar á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í frjálsum íþróttum og sundi. Seinna í dag keppir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í úrslitum 200 m. hlaups stúlkna.
Nánar ...
26.07.2017

Eyof 2017 - þriðja keppnisdegi lokið

Eyof 2017 - þriðja keppnisdegi lokiðÞá er þriðja keppnisdegi á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Györ í Ungverjalandi. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tryggði sig í úrslit í 200 metra hlaupi og handknattleiksliðið sigraði Spánverja.
Nánar ...