Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10

14.09.2017

Hjólum í skólann 2017

Hjólum í skólann 2017Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir hvatningarverkefninu Hjólum í skólann 2017 þar sem framhaldsskólanemendur og starfsfólk framhaldsskólanna eru hvatt til að nota virkan ferðamáta til að ferðast til og frá skóla. Virkur ferðamáti felst í því að nýta sitt eigið afl til að ferðast með því að ganga, hjóla, nota hjólabretti eða línuskauta en einnig má nýta sér strætó til samgangna. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Nánar ...
14.09.2017

Göngum í skólann í fullum gangi

Göngum í skólann í fullum gangiSkráning í Göngum í skólann 2017 gengur mjög vel og nú þegar er búið að jafna þann fjölda skóla sem skráðu sig til þátttöku í fyrra, en þá tóku 67 skólar þátt. Hægt verður að skrá grunnskóla til þátttöku fram að hinum alþjóðlega Göngum í skólann degi sem er 4. október nk.
Nánar ...
13.09.2017

Þjálfaramenntun ÍSÍ – frábær kostur fyrir alla áhugasama !

Þjálfaramenntun ÍSÍ – frábær kostur fyrir alla áhugasama !Menntakerfi ÍSÍ fyrir íþróttaþjálfara hefur verið til í fjölda ára og ásókn í námið hefur verið mikil. ÍSÍ heldur utan um þann hluta námsins sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og sérgreinaþátturinn er svo á herðum sérsambanda ÍSÍ. Nemendur eru mjög ánægðir með námið og telja það frábæran kost til að styrkja þekkingu þeirra og hæfni sem þjálfara á hinum ýmsu aldursstigum. Hér að neðan eru dæmi um ummæli nemenda um námið og skipulag þess:
Nánar ...
12.09.2017

Fyrrum forseti ÍSF sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Fyrrum forseti ÍSF sæmdur Gullmerki ÍSÍÞann 31. ágúst sl. samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ einróma að sæma Petur Elias Petersen, fyrrum forseta Íþróttasambands Færeyja, Gullmerki ÍSÍ fyrir hans góða stuðning við íslenska íþróttahreyfingu. Merkið afhenti Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ Petri Eliasi í kvöldverðarboði sem ÍSÍ bauð til í Færeyjum sunnudaginn 10. september sl.
Nánar ...
12.09.2017

Norrænn fundur íþrótta- og ólympíusamtaka

Norrænn fundur íþrótta- og ólympíusamtakaÁrlegur norrænn fundur íþróttasamtaka og ólympíunefnda á Norðurlöndum fór fram í Færeyjum dagana 8.-10. september. Dagskrá fundarins var þétt skipuð erindum og umfjöllunum um sameiginleg hagsmunamál samtakanna sem og þær áskoranir sem norræn íþrótta- og ólympíusamtök standa frammi fyrir í dag og í framtíðinni.
Nánar ...
09.09.2017

Forseti Svissnesku Ólympíunefndarinnar í heimsókn

Forseti Svissnesku Ólympíunefndarinnar í heimsóknJürg Stahl, forseti Svissnesku Ólympíunefndarinnar, sem einnig gegnir embætti forseta neðri deildar svissneska þingsins, fundaði með Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal 6. september sl.
Nánar ...
08.09.2017

Norræna skólahlaupið var sett í morgun

Norræna skólahlaupið var sett í morgunNorræna skólahlaupið var sett í Giljaskóla á Akureyri í morgun kl. 10:00. Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984 og er haldið í 34. skipti í ár. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um framkvæmd verkefnisins á Íslandi. Hlaupið var vel skipulagt af Giljaskóla og tóku yfir 400 nemendur og starfsmenn þátt.
Nánar ...
06.09.2017

Norræna skólahlaupið sett 8. september á Akureyri

Norræna skólahlaupið sett 8. september á AkureyriNorræna skólahlaupið verður sett í Giljaskóla á Akureyri föstudaginn 8. september 2017 kl. 10:00. Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984 og verður haldið í 34. skipti í ár. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um framkvæmd verkefnisins á Íslandi.
Nánar ...
06.09.2017

Göngum í skólann 6. september til 4. október

Göngum í skólann 6. september til 4. októberMarkmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta eða hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Nánar ...