Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

07.11.2014

HSÞ 100 ára

Héraðssamband Þingeyinga hélt upp á 100 ára afmælið sitt í íþróttahúsinu á Laugum sunnudaginn 2. nóvember síðastliðinn. Afmælishátíðin var afar vel sótt og mikill fjöldi glæsilegra atriða gerði hátíðina eftirminnilega í alla staði. Ræður, ávörp, kórsöngur, glímu- og þjóðdansasýning var meðal þeirra atriða sem glöddu viðstadda á þessum merka degi. Héraðssambandið tók við fjölda gjafa og heillaóska frá fjölmörgum aðilum. Það voru þeir Gunnlaugur Júlíusson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem mættu fyrir hönd ÍSÍ. Gunnlaugur ávarpaði samkomuna og færði HSÞ afmælisgjöf af þessu tilefni. Á myndinni eru frá vinstri Viðar Sigurjónsson, Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ og Gunnlaugur Júlíusson.
Nánar ...
07.11.2014

Dagur gegn einelti

Dagur gegn einelti er haldinn hátíðlegur í dag föstudaginn 7. nóvember. Með deginum vilja stjórnvöld hvetja skóla og aðrar stofnanir til að hugleiða hvernig hægt er að stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla og koma í veg fyrir einelti.
Nánar ...
03.11.2014

Upptökur frá ráðstefnu um stefnumótun í afreksíþróttum

Ráðstefna um stefnumótun í afreksíþróttum fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal mánudaginn 13. október sl. Var hún vel sótt af aðilum úr íþróttahreyfingunni og stóð frá kl. 9:00 fram til rúmlega 13:00. Nú er búið ganga frá myndefni frá þessum viðburði og skeyta saman fyrirlestrum og glærum.
Nánar ...
01.11.2014

Afmælishátíð HSÞ 2. nóvember

Afmælishátíð HSÞ 2. nóvember100 ára afmælishátíð Héraðssambands Þingeyinga verður haldinn í íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal sunnudaginn 2. nóvember kl. 14 en sambandið var stofnað 31. október 1914. Á afmælishátíðinni verður boðið m.a. upp á glæsilegt kaffihlaðborð Kvenfélags Reykdæla. Margt annað verður til skemmtunar, kórsöngur Sálubótar og karlakórsins Hreims, sögusýning, þjóðdansar og glímusýning.
Nánar ...
27.10.2014

Hermann Níelsson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

Hermann Níelsson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍHermann Níelsson íþróttafrömuður var í dag sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþrótta í landinu. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ afhenti Hermanni Heiðurskrossinn að viðstaddri fjölskyldu hans og fulltrúum ÍSÍ, á Landsspítalanum við Hringbraut þar sem Hermann dvelur nú vegna illvígra veikinda,
Nánar ...
27.10.2014

Öflugt íþróttalíf í Reykjanesbæ

Öflugt íþróttalíf í ReykjanesbæFerð Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ um Suðurnesin fimmtudaginn 23. október sl. lauk í Reykjanesbæ með mannvirkjaskoðun og fundi með fulltrúum Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB) og Íþróttabandalags Suðurnesja í húsnæði íþróttaakademíunnar.
Nánar ...
27.10.2014

Íþróttabandalag Suðurnesja heimsótt

Íþróttabandalag Suðurnesja heimsóttFimmtudaginn 23. október var Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ á ferðinni á Suðurnesjum. Með honum voru Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti, Sigríður Jónsdóttir ritari, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Birgir Sverrisson verkefnastjóri. Fyrst voru sveitarfélög á svæði Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS) skoðuð.
Nánar ...
26.10.2014

Forseti ÍSÍ í heimsókn hjá HSK

Forseti ÍSÍ í heimsókn hjá HSKLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Örvar Ólafsson verkefnastjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ heimsóttu Héraðssambandið Skarphéðinn miðvikudaginn 22. október sl. Heimsóknin hófst í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar þar sem Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK, Jóhannes Óli Kjartansson úr varastjórn HSK, Guðni Pétursson, bæjarritari, Ágústa Ragnarsdóttir úr bæjarstjórn Ölfuss og Hákon Hjartarson formaður Íþrótta- og æskulýðsnefndar Ölfuss tóku á móti hópnum.
Nánar ...
20.10.2014

ÍSÍ hlýtur Norrænu lýðheilsuverðlaunin

ÍSÍ hlýtur Norrænu lýðheilsuverðlauninÍSÍ hlaut Norrænu lýðheilsuverðlaunin þann 16. október sl. fyrir að leggja sitt af mörkum til bættrar lýðheilsu á Íslandi. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægu starfi í þágu heilbrigðis og vellíðunar. Þar er átt við félagslega, líkamlega og andlega þætti í umhverfinu, þætti sem hafa áhrif á lífsstíl.
Nánar ...
10.10.2014

Ráðstefna um stefnumótun í afreksíþróttum

Ráðstefna um stefnumótun í afreksíþróttumÁ mánudaginn næstkomandi, 13. október 2014, stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um stefnumótun í afreksíþróttum. Á þessari ráðstefnu er ætlunin að fjalla um afreksíþróttir frá mismunandi sjónarhornum og velta upp þeirri vinnu sem hefur verið í gangi við stefnumótun sambandsaðila og þeim árangri sem náðst hefur á alþjóðlegum vettvangi.
Nánar ...
08.10.2014

Fjölmennt fjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun

Haustfjarnám ÍSÍ á 1. stigi þjálfaramenntunarinnar er nú komið í fullan gang með yfir 40 nemendum sem koma frá hinum ýmsu íþróttagreinum og eru búsettir mjög víða á landinu. Meðal íþróttagreina sem nemendur eru að þjálfa eða ætla að þjálfa eru sund, karate, dans, körfuknattleikur, skíði, frjálsar, Taekwondo, rathlaup og íslensk glíma. Miklar umræður skapast gjarnan á spjallsvæði námsins þar sem nemendur deila þekkingu sinni og ýmsum atriðum í náminu. Námið tekur átta vikur og verður því þar með lokið vel fyrir jólamánuðinn. Fjárnám ÍSÍ á 1. 2. og 3. stigi þjálfaramenntunarinnar verður aftur í boði á vorönn 2015 og mun líklega hefjast í febrúar.
Nánar ...