Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

13.02.2014

Góð skráning í Lífshlaupið

Lífshlaupið rúllar vel af stað og stefnir í skemmtilega keppni á milli skóla og vinnustaða. Nú hafa 44 skólar skráð 6706 nemendur til leiks í grunnskólakeppninni. Í vinnustaðakeppninni hafa 452 vinnustaðir skráð 12.442 liðsmenn til leiks. Enn er hægt að skrá vinnustaði/skóla, lið/bekki og liðsmenn til leiks. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Nánar ...
11.02.2014

Sævar keppti í sprettgöngu

Sævar keppti í sprettgönguÍ dag keppti Sævar Birgisson í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi og var þar með fyrstur af íslensku keppendunum fimm til að keppa á leikunum.
Nánar ...
11.02.2014

Felix námskeið í vikunni

Tvö námskeið verða haldin hjá sambandsaðilum ÍSÍ í þessari viku þar sem farið verður yfir starfsskýrsluferlið í Felix, félagakerfi íþróttahreyfingarinnar. Fyrra námskeiðið verður miðvikudaginn 12. febrúar í Selinu á Selfossi og hefst kl. 19.00 en síðara námskeiðið verður á Kirkjubæjarklaustri fimmtudaginn 13. febrúar
Nánar ...
10.02.2014

Sochi 2014 – Sævar keppir í sprettgöngu

 Sochi 2014 – Sævar keppir í sprettgönguÁ morgun, þriðjudaginn 11. febrúar, hefja Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Sochi. Sævar Birgisson keppir þá í sprettgöngu og hefst keppnin kl. 14:25 á rússneskum tíma eða 10:25 á íslenskum tíma. 86 keppendur eru skráðir til leiks og mun Sævar verða ræstur númer 72, eða kl. 10:43 á íslenskum tíma.
Nánar ...
09.02.2014

Sochi 2014 – Ráðherra heimsækir Ólympíuþorpið

Sochi 2014 – Ráðherra heimsækir ÓlympíuþorpiðMennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, ásamt forseta Íslands og föruneyti hans hófu daginn í fjöllunum í dag. Hófst dagurinn á því að fylgjast með keppni í bruni karla og í framhaldinu var komið við í „fjallaþorpinu“ (Mountain Village) en þar búa keppendur í alpagreinum. Hópurinn hitti þar íslensku þátttakendurna og snæddi með þeim hádegisverð auk þess sem að þorpið var skoðað betur.
Nánar ...
09.02.2014

Sochi 2014 – Frábærar aðstæður

Sochi 2014 – Frábærar aðstæðurForseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt föruneyti sem og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hafa verið duglegir að heimsækja íslenska hópinn og fylgjast með viðburðum í Sochi undanfarna daga.
Nánar ...
09.02.2014

Sochi 2014 – Samstarf við Nike

Sochi 2014 – Samstarf við NikeÍslenski hópurinn klæðist Nike fatnaði og skóm á leikunum í Sochi, en gott samstarf hefur verið við Nike eða umboðsaðila þeirra á Íslandi í gegnum tíðina. Þannig var Austurbakki, þáverandi umboðsaðili Nike á Íslandi lengi vel eitt af fyrirtækjum í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ og meðan á þeirra samvinnu stóð var íslenski hópurinn í Nike vörum á Ólympíueikum.
Nánar ...
06.02.2014

Sochi 2014 – Mótttökuhátíð í Ólympíuþorpi

Sochi 2014 – Mótttökuhátíð í ÓlympíuþorpiÍ dag, fimmtudaginn 6. febrúar, var íslenski hópurinn boðinn velkominn á leikana með sérstakri móttökuhátíð í Ólympíuþorpinu. Viðstödd voru forsetahjónin, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff, sem og forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal og eiginkona hans Soffía Ófeigsdóttir.
Nánar ...
06.02.2014

Platínuhafar Lífshlaupsins

Einstaklingskeppni Lífshlaupsins er í gangi allt árið og gefst einstaklingum kostur á því að vinna sér inn brons, silfur, gull og platínumerki á hverju Lífshlaupsári. Á síðasta Lífshlaupsári náðu 60 einstaklingar platínumerki en til þess að ná því merki þarf að hreyfa sig í 335 daga. Af þeim voru 23 einstaklingar sem hreyfðu sig í a.m.k. 30 mínútur á dag, daglega síðan 6. febrúar 2013. Fimm þeirra sem náðu þessum frábæra árangri fengu platínumerkið og viðurkenningu afhenda í gær á opnunarhátíð Lífshlaupsins í Hraunvallaskóla. Þau eru Lísbet Grímsdóttir, Guðbjartur Guðbjartsson, Hlöðver Örn Vilhjálmsson, Anna G. Jósefsdóttir og Hugrún Reynisdóttir Hægt er að sjá mynd af verðlaunahöfunum inn á síðu Lífshlaupsins á Facebook.
Nánar ...
06.02.2014

Vel heppnuð opnunarhátíð

Opnunarhátíð Lífshlaupsins fór fram í samkomusal Hraunvallaskóla í Hafnarfirði í gær, miðvikudaginn 5. febrúar. Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Geir Gunnlaugsson, landlæknir, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, skólastjóri Hraunvallaskóla, Magnús Ragnarsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneytinu og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fluttu stutt ávörp og tóku þátt í léttri og skemmtilegri þraut, ásamt nemendum úr Hraunvallaskóla, sem Andrés Guðmundsson hjá Skólahreysti stjórnarnaði. Einnig fluttu nemendur skólans skemmtiatriði.
Nánar ...
06.02.2014

Jón Finnbogason sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

Jón Finnbogason sæmdur Silfurmerki ÍSÍJón Finnbogason fyrrverandi formaður Fimleikafélagsins Gerplu var í gær sæmdur Silfurmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar. Það var Gunnar Bragason sem afhenti Jóni heiðursviðurkenninguna á uppskeruhátíð Gerplu sem fram fór í aðstöðu félagsins að Versölum 3 í Kópavogi.
Nánar ...