Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

18.02.2014

Met þátttaka í Lífshlaupinu

Met þátttaka er í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins. Nú hafa 463 vinnustaðir skráð 13.400 liðsmenn til leiks. Góð þátttaka er einnig í grunnskólakeppninni en þar hafa 45 skólar skráð 7.400 nemendur til leiks. Síðasti keppnisdagurinn í grunnskólakeppninni er í dag, þriðjudaginn 18. febrúar en síðasti keppnisdagurinn í vinnustaðakeppninni er þriðjudagurinn 25. febrúar. Þátttakendur hafa sent inn myndir og myndbönd í myndaleikinn sem er í ganga á Facebook, sjá nánar hér.
Nánar ...
18.02.2014

Fréttir af ársþingi KSÍ

Fréttir af ársþingi KSÍÁrsþing Knattspyrnusambands Íslands var haldið í Hofi á Akureyri 15. febrúar sl. Kosið var um fjögur sæti í aðalstjórn KSÍ og hlutu kosningu þau Gísli Gíslason Akranesi, Jóhannes Ólafsson Vestmannaeyjum, Ragnhildur Skúladóttir Reykjavík og Rúnar Arnarson Reykjanesbæ.
Nánar ...
18.02.2014

Gunnar endurkjörinn formaður ÍS

Gunnar endurkjörinn formaður ÍSÁrsþing Íþróttabandalags Suðurnesja var haldið í aðstöðu Knattspyrnufélagsins Víðis í Garðinum þann 17. febrúar 2014. Þingið var vel sótt af sambandsaðilum og stjórnað örugglega af þeim Gunnari Jóhannssyni, formanni, og Halldóri Smárasyni.
Nánar ...
18.02.2014

Keppni í stórsvigi kvenna lokið

Keppni í stórsvigi kvenna lokiðHelga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir hafa nýlokið keppni í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Sochi. Helga María lenti í 46. sæti og Erla í 52. sæti. Helga María, sem var í 51. sæti eftir fyrri ferðina, fór seinni ferðina á 1:25,52 mínútu og var samtals á 2:51,91 mínútum.
Nánar ...
18.02.2014

Seinni umferð í stórsvigi kvenna hefst kl. 09:00

Seinni umferð í stórsvigi kvenna hefst kl. 09:00Nú kl. 09:00 hefst seinni umferð í stórsvigi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi en þar keppa Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir. Helga María er í 51. sæti og Erla í 57. sæti eftir fyrri umferðina sem fram fór snemma í morgun. Besta tímanum í fyrri umferðinn náði Tina Maze frá Slóveníu en hún hefur þegar unnið til gullverðlauna í bruni á leikunum.
Nánar ...
17.02.2014

Keppni í stórsvigi kvenna flýtt!

Veðurskilyrði í Sochi hafa sett strik í tímasetningar viðburða en mikil þoka hefur verið á keppnissvæðunum í dag. Þetta hefur haft í för með sér að keppni í stórsvigi kvenna hefur verið flýtt og hefst fyrri umferð kl. 05:30 í nótt. Seinni umferð hefst kl. 09:00 í fyrramálið. Í stórsvigi keppa Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir.
Nánar ...
17.02.2014

Hádegisfundur 17. febrúar

Mánudaginn 17. febrúar kl.12:10 verður hádegisfundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem Dr. Anna Hafsteinsson Östenberg sjúkraþjálfari og Vésteinn Hafsteinsson afreksþjálfari munu ræða þau ólíku sjónarmið sem upp geta komið á milli þjálfara afreksmannsins annars vegar og sjúkraþjálfarans hins vegar þegar íþróttamaðurinn er að fara
Nánar ...
15.02.2014

Helga María í 29. sæti í risasvigi

Helga María í 29. sæti í risasvigiHelga María Vilhjálmsdóttir keppti í risasvigi í morgun á Vetrarólympíuleikunum í Sochi. Helga María, sem einungis er 18 ára gömul, skíðaði af öryggi niður brautina og hafnaði í 29. sæti af 50 keppendum.
Nánar ...
14.02.2014

Sævar hefur lokið keppni á ÓL

Sævar hefur lokið keppni á ÓLÞá hefur Sævar Birgisson lokið keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi. Hann keppti í 15 km hefðbundinni skíðagöngu fyrr í dag og kom í mark á tímanum 45.44,2 mín. Sá tími skilaði honum 74. sæti af 93 keppendum en hann var ræstur númer 86 í röðinni í keppninni í morgun.
Nánar ...
14.02.2014

Fjarnám 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst á mánudaginn

Vorfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 17. febrúar næstkomandi. Það eru því síðustu forvöð að skrá sig í þetta vinsæla nám. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Fjarnám 2. og 3. stigs hefst viku síðar, mánudaginn 24. febrúar. Skráning stendur enn yfir og eru þjálfarar hvattir til að skrá sig hið fyrsta. Allar upplýsingar um námið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðars Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.
Nánar ...
13.02.2014

Sochi 2014 – Sævar keppir í 15km göngu

Sochi 2014 – Sævar keppir í 15km gönguÁ morgun föstudaginn 14. febrúar keppir Sævar Birgisson í 15km göngu með hefðbundinni aðferð á Vetrarólympíuleikunum í Sochi. Keppnin hefst kl. 14:00 á rússneskum tíma eða kl. 10.00 á íslenskum tíma.
Nánar ...
13.02.2014

Skólaheimsóknir til ÍSÍ

Á síðustu vikum hafa nokkrir skólahópar heimsótt ÍSÍ og fengið fræðslu um uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og starfsemi Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Þeir skólar sem hafa heimsótt okkur eru Kvennaskólinn í Reykjavík, Fjölbrautarskólinn í Breiðholti og nemendur í íþrótta- og heilsufræði í Háskóla Íslands.
Nánar ...