Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12

Sævar hefur lokið keppni á ÓL

14.02.2014

Þá hefur Sævar Birgisson lokið keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi.  Hann keppti í 15 km hefðbundinni skíðagöngu fyrr í dag og kom í mark á tímanum 45.44,2 mín.  Sá tími skilaði honum 74. sæti af 93 keppendum en hann var ræstur númer 85 í röðinni í keppninni í morgun. Sævar keppti einnig fyrr í vikunni í sprettgöngu og hafnaði þar í 72. sæti af 86 keppendum.   Ísland hefur ekki átt keppanda í skíðagöngu á Ólympíuleikum í tuttugu ár og mikið gleðiefni að eiga á ný keppanda í þessari skemmtilegu en krefjandi íþróttagrein.