Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

10.03.2014

Sigurður Guðmundsson áfram formaður UMSB

Sigurður Guðmundsson áfram formaður UMSB92. Sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar fór fram laugardaginn 8.mars í Félagsheimilinu Brautartungu. Þingið var starfssamt og umræður góðar en lagðar voru fram bæði breytingar á lögum sem og breytingar á skiptingu lottótekna. UMSB hefur unnið ötullega að stefnumótun undanfarið ár og lágu tillögur fyrir þinginu sem unnið hefur verið að.
Nánar ...
10.03.2014

Alda Kolbrún Helgadóttir heiðruð á ársþingi UMSK

Alda Kolbrún Helgadóttir heiðruð á ársþingi UMSK90. ársþing UMSK var haldið í Laugardalshöllinni 27. febrúar síðastliðinn.Valdimar Leó Friðriksson var endurkjörinn formaður sambandsins. Tveir stjórnarmenn, þau Ester Jónsdóttir og Albert Valdimarsson, gengu úr stjórn eftir meira en tuttugu ára setu. Alda Kolbrún Helgadóttir gaf heldur ekki kost á sér en hún hefur setið í stjórn UMSK síðan 2008. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ heiðraði við þetta tækifæri Öldu Kolbrúnu með Silfurmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.
Nánar ...
10.03.2014

Helga Steinunn og Gunnar sæmd Silfurmerki ÍSF

Helga Steinunn og Gunnar sæmd Silfurmerki ÍSFPetur Elias Petersen forseti Íþróttasambands Færeyja (ÍSF) sæmdi í dag Helgu Steinunni Guðmundsdóttur varaforseta ÍSÍ og Gunnar Bragason gjaldkera ÍSÍ Silfurmerki Íþróttasambands Færeyja fyrir gott samstarf og stuðning við íþróttahreyfinguna í Færeyjum.
Nánar ...
10.03.2014

Heimsókn frá Íþróttasambandi Færeyinga

Heimsókn frá Íþróttasambandi FæreyingaPetur Elias Petersen forseti Íþróttasambands Færeyja (ÍSF), Petur Ove Petersen varaforseti, Anna Rein úr stjórn, Jarvin Feilberg Hansen starfsmaður og Annika H. Lindenskov starfsmaður áttu vinnufund með framkvæmdastjóra og starfsfólki ÍSÍ á föstudaginn síðastliðinn.
Nánar ...
05.03.2014

Ólafur Oddur endurkjörinn formaður GLÍ

Ólafur Oddur endurkjörinn formaður GLÍ50. ársþing Glímusambands Íslands var haldið laugardaginn 1.mars 2014 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ársþingið gekk vel fyrir sig og var mæting ágæt en um 25 manns sóttu þingið. Þingforseti var Sigmundur Stefánsson og þingritari var Jón M. Ívarsson.
Nánar ...
03.03.2014

Starfsamt ársþing UMSS

Starfsamt ársþing UMSSUngmennasamband Skagafjarðar hélt ársþing sitt í Höfðaborg á Hofsósi sunnudaginn 2. mars síðastliðinn og var þingið að þessu sinni í boði Hestamannafélagsins Svaða. Þingið var í meira lagi starfsamt enda alls um 19 tillögur sem lágu fyrir þinginu. Tillögurnar hlutu sumar hverjar heilmikla umræðu, bæði inni í nefndarstörfum og í þingsal að þeim loknum.
Nánar ...
28.02.2014

Ársþing KAÍ lokið

Ársþing KAÍ lokið27. Karateþing var haldið laugardaginn 22. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fjöldi fulltrúa frá karatefélögunum tók þátt í þingstörfum. Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdasstjórn ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu, t.d. um breytingar á mótahaldi næsta vetur, skiptingu á flokkum á Íslandsmótum og um gjaldgengi á mótum.
Nánar ...
28.02.2014

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins

Góð mæting var á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins í dag þar sem fulltrúar frá grunnskólum og vinnustöðum tóku á móti sínum verðlaunum. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, ávarpaði gesti og fór yfir helstu tölfræði keppninnar og afhendi sigurvegurum verðlaunaplatta ásamt Hafsteini Pálssyni, formanni almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.
Nánar ...
28.02.2014

Námskeið ungra þátttakenda í Ólympíu

Námskeið ungra þátttakenda í ÓlympíuÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 15. til 29. júní n.k. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympísk gildi (Olympic Values) og sérstök áhersla er lögð á virðingu fyrir fjölbreytileikanum.
Nánar ...
27.02.2014

Góð þátttaka í Lífshlaupinu í ár

Frábær þátttaka var í vinnustaðakeppninni í ár þar sem þátttakendum fjölgaði um 9% á milli ára en alls skráðu 463 vinnustaðir 1349 lið og 13.587 liðsmenn til leiks. Góð þátttaka var einnig í grunnskólakeppninni þar sem 46 skólar skráðu 502 bekki með 7.553 nemendur til leiks. Verðlaunaafhending verður á morgun, föstudaginn 28. febrúar, kl. 12:10 - 13:00 í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Í vinnustaðakeppninni fyrir hlutfall daga og mínútna og í grunnskólakeppninni fyrir hlutfall daga.
Nánar ...
26.02.2014

Fjarnám þriggja stiga þjálfaramenntunar ÍSÍ í fullum gangi

Fjarnám þriggja stiga þjálfaramenntunar ÍSÍ í fullum gangiNú er vorfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun komið í fullan gang. Ríflega 50 nemendur/þjálfarar eru í náminu og koma þeir frá fjölmörgum íþróttagreinum s.s. körfuknattleik, blaki, skíðaíþróttum, sundi, badminton, júdó, Jiu Jitsu, skautaíþróttum, frjálsum íþróttum og skokkhópum. Nemendur sækja svo ségreinaþekkingu sína til viðkomandi sérsambands ÍSÍ eða nefndar. Námið á 1. stigi tekur 8 vikur en námið á 2. og 3. stigi 5 vikur. Nemendur skila verkefnum vikulega og taka auk þess krossapróf. Afar skemmtilegar umræður skapast á spjallsvæði námsins þar sem nemendur miðla m.a. þekkingu sinni og reynslu. Allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is og í síma 460-1467 & 863-1399.
Nánar ...
25.02.2014

Ársþing Siglingasambands Íslands

Ársþing Siglingasambands Íslands41. Siglingaþing Siglingasambands Íslands (SÍL) var haldið laugardaginn 22. febrúar síðastliðinn. Mæting var frekar dræm en þingið gekk vel fyrir sig undir stjórn Gísla Gíslasonar þingforseta. Úlfur Hróbjartsson var endurskjörinn formaður sambandsins.
Nánar ...