Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Fjarnám þriggja stiga þjálfaramenntunar ÍSÍ í fullum gangi

26.02.2014Nú er vorfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun komið í fullan gang.  Ríflega 50 nemendur/þjálfarar eru í náminu og koma þeir frá fjölmörgum íþróttagreinum s.s. körfuknattleik, blaki, skíðaíþróttum, sundi, badminton, júdó, Jiu Jitsu, skautaíþróttum, frjálsum íþróttum og skokkhópum.  Nemendur sækja svo ségreinaþekkingu sína til viðkomandi sérsambands ÍSÍ eða nefndar.  Námið á 1. stigi tekur 8 vikur en námið á 2. og 3. stigi 5 vikur.  Nemendur skila verkefnum vikulega og taka auk þess krossapróf.  Afar skemmtilegar umræður skapast á spjallsvæði námsins þar sem nemendur miðla m.a. þekkingu sinni og reynslu.  Allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is og í síma 460-1467 & 863-1399.