Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

23.06.2014

Stofnþing Hjólreiðasambands Íslands

Stofnþing Hjólreiðasambands ÍslandsStofnþing Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 20.júní síðastliðinn. Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, flutti ávarp og setti þingið. Þingforseti var Hafsteinn Pálsson og ritari var Líney R. Halldórsdóttir. Stjórn sambandsins til tveggja ára skipa David Robertsson, sem kjörinn var formaður sambandsins, Albert Jakobsson, Arnar Geirsson, Sigurgeir Agnarsson og Þorgerður Pálsdóttir.
Nánar ...
19.06.2014

Stofnþing Hjólreiðasambands Íslands 20. júní

Stofnþing Hjólreiðasambands Íslands verður haldið föstudaginn 20. júní kl. 16:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu verður kosið til fyrstu stjórnar sambandsins. Hjólreiðanefnd ÍSÍ var fyrst skipuð af Framkvæmdastjórn ÍSÍ þann 17. ágúst árið 2000. Hjólreiðafélög eða deildir eru starfandi innan eftirtalinna héraðssambanda og íþróttabandalaga ÍSÍ: ÍBR, ÍBH, UMSK, ÍRB, og HSÞ. Með stofnun Hjólreiðasambands Íslands verða sérsambönd ÍSÍ orðin 30 talsins.
Nánar ...
13.06.2014

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram 14.júní

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram 14.júníSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 25. skipti laugardaginn 14. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 15.000 konur tóku þátt á 85 stöðum út um allt land og á um 20 stöðum í 12 löndum erlendis. Um 4500 konur hlupu í Garðabænum, 1500 í Mosfellsbæ, 500 á Akureyri og um 600 konur erlendis. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir allt frá 2 km. upp í 10 km.
Nánar ...
12.06.2014

Evrópuleikar Baku 2015

Evrópuleikar Baku 2015Fyrstu Evrópuleikarnir fara fram í Baku, höfuðborg Azerbaijan, 12. - 28. júní 2015. Í dag er eitt ár í að leikarnir verði settir og var því fagnað á miðnætti síðustu nótt með flugeldasýningu og hátíðarhöldum við ströndina í Baku. Þessa vikuna hefur fundur fararstjóra átt sér stað í Baku og sækja hann fulltrúar allra Ólympíunefnda Evrópu.
Nánar ...
11.06.2014

Jónas Dalberg sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Jónas Dalberg sæmdur Gullmerki ÍSÍDansþing Dansíþróttasambands Íslands var haldið 27. maí í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þingið mættu fulltrúar frá sex aðildarfélögum, auk fulltrúa frá viðkomandi héraðssamböndum og Íþróttabandalögum.
Nánar ...
10.06.2014

Heiðurshöll ÍSÍ

Heiðurshöll ÍSÍÍ tilefni 100 ára afmælis ÍSÍ samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ að setja á stofn Heiðurshöll ÍSÍ. Heiðurshöll ÍSÍ er nú sýnileg á heimasíðu ÍSÍ.
Nánar ...
05.06.2014

Samstarfssamningur ÍSÍ og Ölgerðarinnar

Samstarfssamningur ÍSÍ og ÖlgerðarinnarÍSÍ og Ölgerðin undirrituðu í dag samstarfssamning til næstu tveggja ára, 2014 og 2015, í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. Samstarfssamningurinn felur í sér dreifingu á Egils Kristal á alla hlaupastaði Kvennahlaupsins á Íslandi. Ölgerðin hefur verið einn af samstarfsaðilum Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ lengi vel og samstarfið verið gott.
Nánar ...
04.06.2014

Hjólað í vinnuna - verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fór fram í dag miðvikudaginn 4. júní í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Veitt voru verðlaun fyrir hlutfall daga, heildarfjöldi kílómetra og hlutfall kílómetra.
Nánar ...
03.06.2014

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna

Verðlaunaafhending fyrir Hjólað í vinnuna 2014 fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum miðvikudaginn 4. júní frá 12:10 - 13:00. Veittar verða viðurkenningar til þriggja efstu vinnustaða í hverjum flokki fyrir hlutfall daga og til þriggja efstu liðanna í kílómetrakeppninni, annars vegar fyrir heildarfjölda kílómetra og hins vegar fyrir hlutfall kílómetra.
Nánar ...