Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
3

Undirritun samnings um útgáfu bókar um næringu í íþróttum og heilsurækt

05.06.2014Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Heiðar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Iðnmenntar hafa undirritað samstarfssamning um útgáfu bókar um næringu og heilsurækt eftir Fríðu Rún Þórðardóttur og mun bókin koma út í ágúst. 

Bókin ber vinnuheitið Næring í íþróttum og heilsurækt og er hugsuð sem námsefni á námskeiðum í íþróttahreyfingunni, til kennslu í framhaldsskólum, sem ýtarefni í íþróttafræði háskólanna og sem handbók fyrir íþróttafólk á öllum aldri. Bókin verður um 200 bls. og prýdd fjölda mynda.