Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
1

06.05.2013

Þorgerður Laufey endurkjörin formaður Fimleikasambandsins

Þorgerður Laufey endurkjörin formaður FimleikasambandsinsÁrsþing Fimleikasambands Íslands var haldið í ráðstefnusölum ÍSÍ í Laugardal laugardaginn 4. maí. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir var endurkjörinn formaður sambandsins. Í stjórn FSÍ voru kjörin þau Arnar Ólafsson, Einar Ólafsson, Jósep Húnfjōrð og Guðrún Dóra Harðardóttir. Í varastjórn voru kjörin Guðrún Vaka Sigurðardóttir, Krístin Ívarsdóttir, Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir og Hlín Bjarnadóttir.
Nánar ...
06.05.2013

Nýr formaður kjörinn hjá HSÍ

Nýr formaður kjörinn hjá HSÍ56. ársþing HSÍ var haldið 30. apríl 2013 og gengu þingstörf vel fyrir sig. Litlar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á ársþinginu. Þær breytingar sem lagðar voru fram og samþykktar lúta að orðalagi um fjölgun í deild og mun framvegis fjölga í efstu deild miðað við 18 lið og árs aðlögun. Það þýðir að fjölgun mun eiga sér stað ári eftir að fjölda er náð.
Nánar ...
06.05.2013

Hjólað í vinnuna

Heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hjólað í vinnuna, rúllar af stað í ellefta sinn næsta miðvikudag, 8. maí. Nú er í gangi skráningarleikur ÍSÍ og Rásar 2. Á hverjum virkum degi er dregið úr skráðum liðum í þættinum Popplandi á Rás 2. Í verðlaun eru viðgerðarsett, vatnsflöskur og dekkjaþrælar fyrir allt liðið frá Reiðhjólaversluninni Erninum. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni hjoladivinnuna.is
Nánar ...
01.05.2013

Heimsókn frá EFCS

Heimsókn frá EFCSFramkvæmdastjóri European Federation of Company Sport (EFCS) Mr. Musa Lami fundaði með fulltrúum ÍSÍ mánudaginn 29. apríl. Á fundinum var m. a. farið yfir starfsemi ÍSÍ og verkefni almenningsíþróttasviðs, verkefni EFCS og þann möguleika að koma á nánari samstarfi milli þessara sambanda með það að markmiðið að efla íþróttir í fyrirtækjum hér á landi.
Nánar ...
30.04.2013

Vorfjarnámi í þjálfaramenntun ÍSÍ lokið

Vorfjarnámi 1. og 2. stigs ÍSÍ í alm, hluta þjálfaramenntunar er nú lokið. Alls luku 33 nemendur námi að þessu sinni. Nemendur eru búsettir víða um land og koma frá mörgum fjölbreyttum íþróttagreinum. Þeir hafa nú rétt til að sækja sérgreinahluta þjálfaramenntunarinnar hjá viðkomandi sérsamböndum ÍSÍ. Nemendur munu fá þjálfaraskírteini sent á heimilisfang á næstu dögum. Þjálfaraskírteinið er samræmt og fer sérgreinahluti námsins einnig inn á sama skírteini sem og næstu stig sem þjálfararnir taka.
Nánar ...
29.04.2013

Helgi Þór endurkjörinn formaður TSÍ

Helgi Þór endurkjörinn formaður TSÍ25. Ársþing Tennissambands Íslands var haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 23. apríl síðastliðinn. Formaður TSÍ, Helgi Þór Jónasson bauð þingfulltrúa velkomna og setti þingið, en alls sóttu það fulltrúar frá þremur sambandsaðililum, ÍBR, IBH og UMSK. Tennis er stundaður hjá átta íþróttafélögum á landinu, þar af einu á Akureyri.
Nánar ...
23.04.2013

Þingfulltrúar fengu Íþróttabókina að gjöf

Þingfulltrúar fengu Íþróttabókina að gjöfÁ 71. Íþróttaþingi ÍSÍ um síðastliðna helgi færði ÍSÍ öllum þingfulltrúum að gjöf afmælisbók ÍSÍ en hún ber nafnið „Íþróttabókin - ÍSÍ, saga og samfélag í 100 ár”. Í bókinni er að finna gríðarlegan fróðleik um íþróttahreyfinguna og samfélagið síðustu hundrað árin auk fjölda mynda úr íþróttastarfinu. Það var í nógu að snúast hjá starfsfólki ÍSÍ við að afhenda þinggögn og bókina góðu þegar þingfulltrúar mættu til þings.
Nánar ...
23.04.2013

Ársþing ÍA

Ársþing ÍA69. Ársþing Íþróttabandalags Akraness fór fram þann 18. apríl síðastliðinn. Þingið var nokkuð vel sótt og alls mættu 25 fulltrúar frá 10 aðildarfélögum ÍA. Í ræðu sinni fór Sturlaugur Sturlaugsson formaður ÍA yfir það helsta í starfi íþróttahreyfingarinnar á Akranesi á liðnu ári. Lögð var fram ársskýrsla ÍA fyrir árið 2012 og farið var yfir ársreikninga bandalagsins.
Nánar ...
23.04.2013

Sigurður og Heiðar Ingi sæmdir Gullmerki ÍSÍ

Sigurður og Heiðar Ingi sæmdir Gullmerki ÍSÍ34. Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið í Skrímslasetrinu á Bíldudal 15.apríl síðastliðinn. Góð mæting var á þingið , ýmis mál voru tekin fyrir og lög sambandsins uppfærð. Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem starf komandi árs var rætt. Mikil upplyfting hefur verið innan héraðssambandsins seinustu ár og er framtíðin björt.
Nánar ...
23.04.2013

Matthildur endurkjörin formaður USÚ

Matthildur endurkjörin formaður USÚÁrsþing Ungmennasambandsins Úlfljóts var haldið í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði 15. apríl síðastliðinn. Vel var mætt og gekk þingið vel fyrir sig. Matthildur Ásmundsdóttir var endurkjörinn formaður sambandsins en ein breyting varð á stjórninni. Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir ritari sambandsins lét af embætti og Páll Róbert Matthíasson var kjörinn í hennar stað.
Nánar ...
22.04.2013

Stjórnmálavefur ÍSÍ og myndbönd frá fundi með frambjóðendum

Stjórnmálavefur ÍSÍ og myndbönd frá fundi með frambjóðendumNú styttist í kosningar til Alþingis og hefur ÍSÍ á undanförnum vikum unnið að því að fá fram með skýrum hætti hver stefna stjórnmálaflokka er til íþróttamála. Föstudaginn 19. apríl var fundur með frambjóðendum þeirra sex stjórnmálaafla sem mælst hafa með 5% fylgi eða meira í skoðanakönnunum að undanförnu og var sá fundur bæði gagnlegur og áhugaverður.
Nánar ...