Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

24.06.2013

Fyrsti dagur í ólympíuvikunni

Þá er ólympíuvikan hafin og mörg sumarnámskeið eru með hreyfi- eða íþróttaviku í tengslum við ólympíudaginn. Sum námskeiðin ætla að fá íþróttamann eða konu í heimsókn og aðrir ætla að kíkja í Laugardalinn á kynningar í skylmingum eða hafnarbolta.
Nánar ...
21.06.2013

Afmæli IOC - Alþjóða ólympíunefndarinnar 23. júní

Alþjóða ólympíunefndin á afmæli á sunnudaginn 23. júní. Í tilefni af því er haldið uppá ólympíudag um allann heim í kringum þá dagsetningu. Íþróttahreyfingin leggur sitt að mörkum og ætla meðal annars nokkur íþróttafélög og frístundaheimili ætla að halda uppá daginn í þeirri viku með íþróttadegi - ólympíudegi. Þeir sem vilja kynna sér það betur geta kíkt á heimasíðu ólympíudagsins
Nánar ...
20.06.2013

Ólafs minnst í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal

Ólafs minnst í Íþróttamiðstöðinni í LaugardalHaldin var stutt samverustund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal fyrir hádegi í dag vegna skyndilegs fráfalls Ólafs E. Rafnssonar, forseta ÍSÍ. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur fjölskyldu Ólafs, leiddi samverustundina ásamt Lárusi Blöndal varaforseta ÍSÍ. Missir íþróttahreyfingarinnar við fráfall Ólafs er mikill en hugur allra á þessari stundu er þó hjá eiginkonu og börnum Ólafs, sem og öðrum aðstandendum sem eiga um sárt að binda. Mikill samhugur ríkti á samverustundinni. Séra Sigríður Kristín fór með minningarorð og var Ólafs minnst með mínútuþögn. ÍSÍ hefur borist fjöldi bréfa og skeyta með samúðarkveðjum frá samstarfsfélögum Ólafs innanlands og utan.
Nánar ...
19.06.2013

Ólafur E. Rafnsson látinn

Ólafur E. Rafnsson látinnForseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss nú fyrr í dag þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA World , Alþjóða Körfuknattleikssambandsins.
Nánar ...
19.06.2013

Ólympíudagurinn haldinn í vikunni 24.- 28. júní

Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega ólympíudaginn út um allan heim þann 23. júní. Þann dag árið 1894 var Alþjóða Ólympíunefndin stofnuð. Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. Heimasíða viðburðarins er www.olympiuleikar.com
Nánar ...
18.06.2013

Hið vinsæla sumarfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ framundan

Hið vinsæla sumarfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ framundanSumarfjarnam 1. og 2. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst á næstu vikum og stendur skráning yfir. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár, margir sem sjá sér hag í því að taka þetta nám á sumrin. Sumarið 2012 voru 43 nemendur/þjálfarar sem hófu nám á 1. stigi! Hvað gerist í ár? Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 24. júní nk. og fjarnám 2. stigs hefst mánudaginn 8. júlí. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Við skráningu þarf að gefa upp fullt nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer og að sjálfsögðu á hvort námskeiðið er verið að skrá. Þátttökugjald á 1. stigið er kr. 25.000.- en kr. 18.000.- á 2. stigið og eru öll námskeiðsgögn innifalin. Námið á 1. stigi tekur 8 vikur en 5 vikur á 2. stigi.
Nánar ...
12.06.2013

Barátta um embætti forseta Aþjóðaólympíunefndarinnar

Kosið verður á milli sex einstaklinga í kjöri til embættis forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar - IOC í haust en Dr. Jaques Rogge forseti IOC gefur ekki áfram kost á sér í embættið. Kjörið fer fram á 125. IOC Session sem fer fram í Buenos Aires í Argentínu í september næstkomandi.
Nánar ...
11.06.2013

Myndir frá Kvennahlaupinu

Myndir frá KvennahlaupinuHér á heimasíðu ÍSÍ, neðarlega á síðunni og inn á heimasíðu Sjóvá má sjá myndir frá Kvennahlaupinu 2013. Inn á Sjóvá síðunni eru einnig myndir frá fyrri hlaupum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Sjóvá og aðrir samstarfsaðilar þakka öllum þeim sem tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ fyrir daginn. Á næsta ári fagnar Kvennahlaupið 25 ára afmæli.
Nánar ...
10.06.2013

Nýr samningur við Flugfélag Íslands

ÍSÍ og Flugfélag Íslands (FÍ) hafa undirritað samning um afsláttarkjör í innanlandsflugi FÍ, svokölluð ÍSÍ-fargjöld, sem gildir frá 2. júlí næstkomandi þar til 1. ágúst 2014. Núgildandi samningur gildir til 2. júlí nk. en með undirritun nýs samnings er sambandsaðilum ÍSÍ og aðildarfélögum þeirra gert kleift að bóka ferðir á gildistíma nýja samningsins.
Nánar ...
08.06.2013

Góð þátttaka í kvennahlaupinu í dag

Góð þátttaka í kvennahlaupinu í dagSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og fjórða sinn, í dag, laugardaginn 8. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 14.000 konur tóku þátt á 81 stað út um allt land og á um 17 stöðum í 11 löndum erlendis. Um 4500 konur hlupu í Garðabænum, 1400 í Mosfellsbæ, 650 á Akureyri og um 400 konur erlendis. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir allt frá 2 km upp í
Nánar ...