Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

17.05.2021

Ársþing KLÍ fór fram um helgina

Ársþing KLÍ fór fram um helginaÁrsþing Keilusambands Íslands fór fram í húsakynnum Íþróttafélags Asparinnar í Reykjavík 15. maí síðastliðinn. Þingstörf voru hefðbundin og var þingstjórn í höndum Hafsteins Pálssonar 2. varaforseta ÍSÍ.
Nánar ...
16.05.2021

Farðu varlega í umferðinni!

Farðu varlega í umferðinni!Nú eru ríflega 6000 manns skráðir til leiks í Hjólað í vinnuna og gaman að sjá hversu margir eru að nota virkan ferðamáta til og frá vinnu.
Nánar ...
14.05.2021

Við erum stolt af því að vera Fyrirmyndarfélag!

Við erum stolt af því að vera Fyrirmyndarfélag!Skautafélag Akureyrar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi sínum miðvikudaginn 12. maí síðastliðinn. Allar deildir félagsins eru Fyrirmyndardeildir ÍSÍ, íshokkídeild, listhlaupadeild og krulludeild.
Nánar ...
14.05.2021

Guðbjört sæmd gullmerki ÍSÍ á þingi ÍSS

Guðbjört sæmd gullmerki ÍSÍ á þingi ÍSSSkautaþing ÍSS fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 1. maí 2021. Þingið var sett af Svövu Hróðnýju Jónsdóttur, formanni ÍSS og var Valdimar Leó Friðriksson kosinn þingforseti. Vegna 20 manna samkomubanns var 36 þinggestum skipt í tvö sóttvarnarhólf. Af þeim sökum voru öll mál rædd beint úr pontu en ekki í hópum.
Nánar ...
12.05.2021

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍÍ hlaðvarpi ÍSÍ - Verum hraust má hlusta á samtöl við besta íþróttafólk og þjálfara Íslands sem deila sinni sögu og leyfa hlustanda að kynnast þjálfuninni og hugarfarinu sem þarf til að ná árangri á stærstu íþróttasviðum jarðar: Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum.
Nánar ...
12.05.2021

Samþykktir fyrri hluta 75. Íþróttaþings ÍSÍ

Samþykktir fyrri hluta 75. Íþróttaþings ÍSÍFyrri hluti 75. Íþróttaþings ÍSÍ fór fram í formi fjarþings 7. maí sl. Þrjár tillögur voru teknar til afgreiðslu á þinginu. Tillögunum var öllum vísað til umfjöllunar í fjárhagsnefnd þingsins og höfðu allir þingfulltrúar tækifæri til að starfa með nefndinni.
Nánar ...
11.05.2021

Vilt þú verða þjálfari?

Vilt þú verða þjálfari?Sumarfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 14. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
08.05.2021

Fráfarandi stjórnarfólk ÍSÍ

Fráfarandi stjórnarfólk ÍSÍÁ hverju Íþróttaþingi verða einhverjar breytingar á skipan framkvæmdastjórnar ÍSÍ og svo var einnig á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst á föstudag sl.
Nánar ...
07.05.2021

Úrslit kosninga á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ

Úrslit kosninga á 75. Íþróttaþingi ÍSÍÁ 75. Íþróttaþingi ÍSÍ í dag voru kosningar til embættis forseta og til sjö meðstjórnenda í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Lárus L. Blöndal var einn í framboði til embættis forseta ÍSÍ og var því sjálfkjörinn í embættið til næstu fjögurra ára. Lárus varð forseti ÍSÍ árið 2013 og hefur gegnt embættinu síðan.
Nánar ...