Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

21.09.2018

Íþróttavika Evrópu 23. - 30. september

Íþróttavika Evrópu 23. - 30. septemberÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun hefja Íþróttaviku Evrópu formlega í Laugardalnum sunnudaginn 23. september nk. með ýmsum uppákomum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...
21.09.2018

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Þjálfarastyrkir ÍSÍStjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 5. október og er upphæð hvers styrkjar að hámarki 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á vefsíðu ÍSÍ hér. Umsókn sendist á ragnhildur@isi.is eða merkt Þjálfarastyrkur til: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.
Nánar ...
21.09.2018

Fyrsta rafbílarallýið á Íslandi

Fyrsta rafbílarallýið á ÍslandiDagana 21. og 22. september heldur Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) fyrsta alþjóðlega rafbílarallýið sem fram fer hér á landi. Keppnin er ein af tíu umferðunum í alþjóðlegu meistarakeppni FIA 2018 í nákvæmnisakstri rafbíla. Keppt er á óbreyttum rafbílum og getur hver sem er með ökuréttindi tekið þátt. Þrír erlendir keppendur á mótaröðinni eru skráðir til leiks. Markmið Alþjóða aksturssambandsins, FIA, með eRally er að kynna nýjustu tækni ökutækja sem ætlað er að spara orku sem gefa frá sér minnsta mögulega magn mengunar og koltvísýrings. Því er einnig ætlað að hvetja alla ökumenn til að breyta akstri með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni bílaumferðar með því að nota rafmagn sem drifkraft ökutækja. Hluti af þessu átaki FIA var að hleypa af stokkunum mótaröð undir heitinu FIA Electric and New Energy Championship til að leggja aukna áherslu á mikilvægi þessa.
Nánar ...
20.09.2018

Evrópuleikarnir 2019

Evrópuleikarnir 2019Evrópuleikarnir 2019 fara fram í borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 21.-30. júní. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). Ýmis stórmót hafa verið haldin í Minsk síðastliðin ár og eru íþróttaleikvangar og aðrar aðstæður til íþróttakeppni til fyrirmyndar.
Nánar ...
20.09.2018

Göngum í skólann - Grunnskóli Fjallabyggðar

Göngum í skólann - Grunnskóli FjallabyggðarGöngum í skólann 2018 fer vel af stað en alls 72 skólar eru skráðir til þátttöku í verkefninu í ár. Nokkrir skólar hafa sent inn myndir á vefsíðu verkefnisins www.gongumiskolann.is, en þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda myndir, frásagnir og/eða myndbönd af verkefninu.
Nánar ...
19.09.2018

Íþróttir barna og unglinga

Íþróttir barna og unglingaÍþróttir eru vinsælasta tómstundaiðkun barna á Íslandi en um 12 ára aldur stunda rúmlega átta af hverjum tíu börnum íþróttir með íþróttafélagi. Margar ólíkar íþróttagreinar eru í boði og ættu öll börn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Nánar ...
18.09.2018

Norrænn fundur í Visby

Norrænn fundur í VisbyNú um helgina fór fram árlegur fundur íþrótta- og ólympíusamtaka​ á Norðurlöndum. Fundurinn var haldinn í bænum Visby á Gotlandi. Samhliða þessum fundi var haldinn fundur um íþróttir fatlaðra og sérstakur fundur um ólympísk málefni.
Nánar ...
18.09.2018

Hádegisfyrirlestur: Vegabréf íþróttamannsins

Hádegisfyrirlestur: Vegabréf íþróttamannsinsÍ hádeginu í dag, þriðjudaginn 18. september, mun Lasse Bækken frá Lyfjaeftirliti Noregs (Anti-Doping Norway) halda fyrirlestur undir yfirskriftinni „Vegabréf íþróttamannsins“. Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík (E-sal – 3. hæð) og hefst kl 12:00.
Nánar ...
18.09.2018

Þjálfaramenntun - Haustfjarnám

Þjálfaramenntun - HaustfjarnámHaustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 24. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda, almennan hluta hjá ÍSÍ og sérgreinahluta hjá sérsamböndum ÍSÍ.
Nánar ...
18.09.2018

Örugg ráð, reiðhjólaaðstaða og gangbrautir

Örugg ráð, reiðhjólaaðstaða og gangbrautirNú er skólastarfið komið á fullt skrið ásamt miklu lífi í félagsmiðstöðvum og íþróttastarfi hjá grunnskólabörnum um allt land. Því er mikilvægt að foreldrar og kennarar taki sér góðan tíma í að fara yfir umferðarreglurnar með hinum ungu vegfarendum og passi upp á að öryggisbúnaður s.s. endurskinsmerki og reiðhjólahjálmar sé á sínum stað og í nothæfu ástandi.
Nánar ...
17.09.2018

Styrkur til félaga - Umsóknarfrestur 17. september

Styrkur til félaga - Umsóknarfrestur 17. septemberÍþrótta- og ungmennafélögum stendur til boða að sækja um styrk að upphæð 180.000 krónur til að standa fyrir verkefni sem hvetur börn af erlendum uppruna til þátttöku í íþróttastarfi. Fimm styrkir verða í boði. Til þess að hljóta styrk þurfa félög að skila áætlun um hvernig nýta á fjármagnið. Tímarammi verkefnisins er frá september 2018 og til áramóta. Eftir að verkefnunum lýkur munu ÍSÍ og UMFÍ safna saman gögnum frá þeim félögum sem hljóta styrk og deila reynslunni áfram til annarra félaga í landinu. Saman getur íþróttahreyfingin hjálpast að, miðlað reynslu og þekkingu og gert gott starf enn betra.
Nánar ...