Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

31.08.2018

Sportmarkaður ÍSÍ

Sportmarkaður ÍSÍSportmarkaður ÍSÍ fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (Engjavegur 6, 104 Reykjavík) í C-sal á 3. hæð, 4. - 7. september frá kl. 12:00-18:00.
Nánar ...
31.08.2018

Skráning í þjálfaramenntun ÍSÍ

Skráning í þjálfaramenntun ÍSÍHaustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 24. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda, almennan hluta hjá ÍSÍ og sérgreinahluta hjá sérsamböndum ÍSÍ.
Nánar ...
30.08.2018

Ólympíuleikar ungmenna 2018

Ólympíuleikar ungmenna 2018Ólympíuleikar ungmenna fara fram í Buenos Aires í Argentínu 6. til 18. október. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt íþróttafólk á aldrinum 15 til 18 ára. Á leikunum er keppt í 32 íþróttagreinum, bæði hefðbundnum sem og nýstárlegri greinum. Í fyrsta sinn á Ólympískum viðburði eru jafn margir kvenkyns og karlkyns keppendur. Eftirtaldir keppendur og flokksstjórar/þjálfarar hafa verið tilnefndir til þátttöku í leikunum fyrir hönd síns sérsambands. Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti á fundi sínum þann 23. ágúst tilnefningarnar. Keppendurnir hafa ýmist tryggt sér þátttökurétt á úrtökumótum vegna leikanna, náð tilskyldum lágmörkum til þátttöku eða hafa verið tilnefndir af sínum sérsamböndum í boðssæti. Allt íþróttafólkið uppfyllir þær skyldur sem gerðar eru af viðkomandi alþjóðasérsambandi.
Nánar ...
30.08.2018

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍFyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ.
Nánar ...
28.08.2018

Aðgát í umferðinni

Aðgát í umferðinniNú er skólastarf hafið í flestum grunnskólum landsins og er tilvalið að hvetja börnin til að velja sér virkan ferðamáta í skólann strax í byrjun skólaárs. Mikilvægt er að fara vel yfir umferðarreglur með börnunum en hægt er að fara á umferðarvefinn www.umferd.is sem er fræðsluvefur um umferðarmál fyrir nemendur í grunnskóla, kennara og foreldra. Vefurinn er til þess fallinn að auka áhuga á umferðaröryggi í skólastarfinu. Þar að auki er mikilvægt að ökumenn gæti sérstakrar varúðar í nálægð við skóla- og íþróttasvæði.
Nánar ...
25.08.2018

300 dagar til Evrópuleika

300 dagar til EvrópuleikaEvrópuleikarnir 2019 fara fram í borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 21.-30. júní og í dag eru 300 dagar til leika. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). Ýmis stórmót hafa verið haldin í Minsk síðastliðin ár og eru íþróttaleikvangar og aðrar aðstæður til íþróttakeppni til fyrirmyndar.
Nánar ...
23.08.2018

Fyrsti fundur stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands

Fyrsti fundur stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands Í júní sl. fór fram stofnfundur Lyfjaeftirlits Íslands. Með tilkomu nýrrar lyfjaeftirlitsstofnunar fluttist lyfjaeftirlit úr höndum ÍSÍ yfir á stofnunina. Stjórn nýrrar stofnunar skipa Dr. Skúli Skúlason (formaður), Áslaug Sigurjónsdóttir, Erna Sigríður Sigurðardóttir, Helgi Freyr Kristinsson, Pétur Magnússon og Sif Jónsdóttir.
Nánar ...
23.08.2018

Göngum í skólann hefst 5. september

Göngum í skólann hefst 5. septemberVerkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stað í tólfta sinn miðvikudaginn 5. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Nánar ...
22.08.2018

Niðurstöður könnunar Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna

Niðurstöður könnunar Lyfjaeftirlits BandaríkjannaKönnun sem Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (USADA) framkvæmdi nýlega er sú stærsta sinnar tegundar hingað til, en hún skoðar viðhorf og upplifun íþróttafólks sem farið hefur á Ólympíuleika og á Paralympics á lyfjamisnotkun og lyfjaeftirliti. 900 íþróttamenn tóku þátt í rannsókninni og kom í ljós að tæplega 40% þeirra hafa verið prófaðir fimm sinnum eða sjaldnar á sínum íþróttaferli.
Nánar ...
21.08.2018

Öryggi iðkenda í fyrirrúmi

Öryggi iðkenda í fyrirrúmiMennta- og menningarmálaráðherra boðaði til blaðamannafundar​ í dag til að kynna niðurstöður starfshóps sem skipaður var í kjölfar #églíka-yfirlýsinga íþróttakvenna. Starfshópurinn hefur skilað ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Tillögur hópsins voru kynntar ríkisstjórn í morgun. Öryggi iðkenda og annarra þátttakenda var sett í öndvegi við alla vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan skóla, m.a. að teknu tilliti til ábyrgðarsviðs ráðuneytisins og samlegðaráhrifa þeirrar starfsemi. Því er einnig fjallað um eineltis- og jafnréttismál í tillögum hópsins.
Nánar ...
20.08.2018

Höfuðáverkar í íþróttum

Höfuðáverkar í íþróttumÍþróttafólk verður oft fyrir höfuðáverkum bæði í keppni og á æfingum. En hvað ber að varast? Hvenær þarf að leita til læknis og hvenær má byrja aftur að æfa og keppa?
Nánar ...