Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

19.01.2018

Ungur áhrifavaldur í Buenos Aires 2018

Ungur áhrifavaldur í Buenos Aires 2018Þann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) í borginni Buenos Aires í Argentínu. Ísland mun eiga fulltrúa í hópi ungra áhrifavalda á leikunum, eða Young Change Makers og eru það 120 lönd sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands verður Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona. Ingibjörg Kristín er sjálf margreynd keppniskona í sundi og á Íslandsmet í 50 metra baksundi. Ingibjörg Kristín hefur keppt á fjölmörgum stórmótum, meðal annars keppti hún á fyrstu Ólympíuleikum Ungmenna sem fram fóru í Singapore árið 2010.
Nánar ...
18.01.2018

Yfirlýsing frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands

Yfirlýsing frá Íþrótta- og Ólympíusambandi ÍslandsÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi. Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir merkinu #metoo hefur beint athyglinni að víðfeðmu ofbeldi gagnvart konum um allan heim og þá oft í krafti valds eða stöðu þess sem því beitir. ÍSÍ fagnar þeirri umræðu sem fylgt hefur #metoo herferðinni og þakkar þeim einstaklingum sem þar hafa komið fram með frásagnir sínar fyrir frumkvæðið og hugrekkið sem þeir hafa sýnt, með því að skýra frá þessum alvarlegu málum og vekja upp nauðsynlega umræðu um vandann. ÍSÍ er nú að leita leiða til að tryggja þeim sem orðið hafa fyrir alvarlegu ofbeldi í tengslum við íþróttastarf faglega aðstoð. Það er og hefur verið markmið íþróttahreyfingarinnar að tryggja öryggi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem iðka og starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þau skilaboð sem fram hafa komið með frásögnum íslenskra kvenna um ofbeldi innan hreyfingarinnar á Íslandi hafa sýnt að ástæða er til að gera betur. Íþróttahreyfingin mun ekki sitja aðgerðarlaus hjá varðandi þann vanda sem birst hefur gegnum #metoo herferðina og er þegar hafin vinna við að móta aðgerðir sem gagnast geta hreyfingunni í baráttunni gegn ofbeldi. Skilaboðin eru einföld: Ofbeldi verður ekki liðið!
Nánar ...
16.01.2018

Ráðstefna - Snemmbær afreksþjálfun barna

Ráðstefna - Snemmbær afreksþjálfun barnaÍþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 og hefst kl. 17. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson formaður ÍBR. Skráning fer fram hér á vefsíðu ÍSÍ og er aðgangur ókeypis.
Nánar ...
11.01.2018

Styrkveitingar Afrekssjóðs ÍSÍ 2017

Styrkveitingar Afrekssjóðs ÍSÍ 2017Síðsta úthlutunin fór fram til Sundsambands Íslands (SSÍ) og var hún í tengslum við lokahóf Íslandsmeistaramótsins í 25m laug sem fram fór þann 19. nóvember sl. Viðbótarúthlutun sjóðsins til SSÍ var 8 m.kr. og var því heildarúthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ til SSÍ vegna verkefna ársins 2017 alls 21.550.000 kr.
Nánar ...
10.01.2018

Skilafrestur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga

Skilafrestur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélagaFrestur til að skila umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti í dag, 10. janúar 2018. Öll íþrótta- og ungmennafélög í landinu eru hvött til að skila inn umsóknum í sjóðinn vegna keppnisferða á árinu 2017, á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót.
Nánar ...
08.01.2018

Fyrirmyndardeildir ÍSÍ - Höttur

Fyrirmyndardeildir ÍSÍ - HötturTvær deildir Íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum fengu viðurkenningu sem fyrirmyndardeildir ÍSÍ, 6. janúar síðastliðinn. Deildirnar tvær, knattspyrnudeild og fimleikadeild voru að fá endurnýjun viðurkenningarinnar í annað sinn en endurnýja þarf þessa viðurkenningu á fjögurra ára fresti. Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti viðurkenningarnar á þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum að viðstöddu fjölmenni. Á myndinni eru frá vinstri; Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar Fljótsdalshéraðs, Anna Dís Jónsdóttir formaður fimleikadeildar Hattar, Árni Ólason formaður knattspyrnudeildar Hattar, Davíð Þór Sigurðarson formaður Íþróttafélagsins Hattar og Viðar Sigurjónsson.
Nánar ...
05.01.2018

Nýr bannlisti WADA

Nýr bannlisti WADA​Þann 1. janúar 2018 tók gildi nýr bannlisti WADA (WADA Prohibited List). Listinn er endurskoðaður á hverju ári og tekur ný útgáfa gildi 1. janúar ár hvert. Bannlisti WADA gildir innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Nánar ...