Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

15.05.2017

Ávarp forseta við setningu 73. Íþróttaþings

Ávarp forseta við setningu 73. ÍþróttaþingsÞað er mikið að gerast í íslenskri íþróttahreyfingu og margt hefur gengið á síðan við síðast héldum Íþróttaþing, vorið 2015. Í júní 2015 tókst ÍSÍ á við stærsta verkefni sitt frá upphafi er við héldum Smáþjóðaleikana hér á Íslandi. Veður var kalt en bjart og þótti mönnum sérstakt að horfa á kappklætt fólk keppa í strandblaki í 3ja stiga hita og hávaðaroki en sól. Að sjálfsögðu unnu Íslendingar gull í þeirri keppni.
Nánar ...
15.05.2017

Skipan dómstóla ÍSÍ

Á 73. Íþróttaþingi ÍSÍ urðu þau tímamót að konur voru kosnar í báða dómstóla ÍS'Í í fyrsta skipti frá upphafi dómstóla ÍSÍ. Dómstóll ÍSÍ er þannig skipaður: Gunnar Guðmundsson, Björg Ásta Þórðardóttir, halldór Frímannsson, Hilmar Gunnlaugsson, Ólafur Björnsson og Sigurður Ingi Halldórsson. Áfrýjunardómstóll ÍSÍ er þannig skipaður: Björgvin Þorsteinsson, Gestur Jónsson, Helgi I. Jónsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Hulda Árnadóttir og Karl Gauti Hjaltason.
Nánar ...
15.05.2017

Embættismenn stjórnar ÍSÍ

Embættismenn stjórnar ÍSÍFyrsti fundur nýkjörinnar framkvæmdastjórnar ÍSÍ fór fram fimmtudaginn 11. maí síðastliðinn. Framkvæmdastjórnin skipti með sér verkum og skipað var í ráð og nefndir ÍSÍ. Embættismenn stjórnar eru sem hér segir: Sigríður Jónsdóttir varaforseti, Hafsteinn Pálsson ritari og Gunnar Bragason gjaldkeri. Yfirlit yfir ráð og nefndir ÍSÍ er að finna á heimasíðu ÍSÍ eða með því að smella hér.
Nánar ...
12.05.2017

Ný reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ - Konur í meirihluta í stjórn sjóðsins

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum í gær nýja reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ.  Með undirritun á samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið þann 28. júlí 2016 um stóraukið framlag í sjóðinn gjörbreyttist hlutverk hans sem kallaði á endurskoðun á Afreksstefnu ÍSÍ og regluverki sjóðsins.  Á haustmánuðum 2016 skipaði framkvæmdastjórn ÍSÍ vinnuhóp til að endurskoða reglur Afrekssjóðs ÍSÍ.  Vinnuhópurinn leitaði til fjölmargra aðila innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi, sem og aðila búsetta erlendis sem hafa mikla þekkingu á alþjóðlegu afreksíþróttastarfi og skilaði vinnuhópurinn af sér skýrslu með ítarlegum tillögum í byrjun mars sl.
Nánar ...
12.05.2017

Hádegisfundur - Íslenska íþróttaundrið

Hádegisfundur - Íslenska íþróttaundriðFimmtudaginn 18. maí mun Dr. Viðar Halldórsson vera með hádegisfund í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og ber fyrirlesturinn heitið Íslenska íþróttaundrið. Fyrirlesturinn hefst kl.12 og er gert ráð fyrir að hann standi í eina klukkustund með umræðum.
Nánar ...
12.05.2017

Vignir endurkjörinn formaður HSS

Vignir endurkjörinn formaður HSSÁrsþing Héraðssambands Strandamanna var haldið í félagsheimilinu á Drangsnesi 3. maí síðastliðinn. Þingið fór vel fram en um 25 fulltrúar mættu frá aðildarfélögum sambandsins. Starfsemi sambandsins er fjölbreytt og fjárhagur sambandsins sterkur. Vignir Örn Pálsson var endurkjörinn formaður HSS.
Nánar ...
12.05.2017

Fararstjóranámskeið ÍSÍ

Fararstjóranámskeið ÍSÍÍ vikunni bauð ÍSÍ upp á fararstjóranámskeið sem var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Farið var yfir helstu þætti sem hafa þarf í huga og falla undir verkefni fararstjóra í íþróttaferðum, bæði innanlands og utan.
Nánar ...
10.05.2017

Nýr formaður hjá HHF

Nýr formaður hjá HHFHéraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið þann 18.apríl síðastliðinn í Skrímslasetrinu á Bíldudal. Á þinginu var farið yfir stöðu sambandins, mótaskrá sumarsins samþykkt og framtíðarsýn íþróttaiðkunar á svæðinu rædd. Páll Vilhjálmsson, íþróttafulltrúi, fór yfir starf íþróttaskóla HHF, sameiginlegar æfingar og önnur verkefni.
Nánar ...
10.05.2017

Einstakir hjólreiðakappar

Einstakir hjólreiðakapparÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í fimmtánda sinn fyrir Hjólað í vinnuna, vinnustaðakeppni um allt land, dagana 3. – 23. maí. Til þess að koma til móts við þá sem vinna sjálfstætt eða eru ekki í vinnu, en mæta þó reglulega í skipulegt starf, var stofnaður „vinnustaðurinn“ Einstakir hjólreiðakappar.
Nánar ...
09.05.2017

Fleiri konur í nefndum Alþjóðaólympíunefndarinnar

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) tilkynnti nýlega 70% aukningu kvenna sem sitja í nefndum Alþjóðaólympíunefndarinnar, ef miðað er við fjölda kvenna sem sátu í nefndum í september 2013. Konur eru nú 38% nefndarfólks, en hlutur kvenna er nú í sögulegu hámarki.
Nánar ...