Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

26.10.2017

Dansíþróttasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Dansíþróttasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍDansíþróttasamband Íslands (DSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 1,6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 2.100.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
25.10.2017

Staða kvenna í íþróttum

Staða kvenna í íþróttumForysta ÍSÍ sækir árlega fund norrænna íþrótta- og Ólympíusamtaka þar sem fjallað er um sameiginleg hagsmunamál og það sem helst brennur á íþróttahreyfingunni hverju sinni. Undanfarin ár hefur málaflokkurinn konur og íþróttir verið fyrirferðarmikill en mismunandi er á milli landa í Skandinavíu og í heiminum öllum hvernig unnið er að því að auka þátt kvenna, bæði sem iðkendur og einnig sem leiðtoga í hreyfingunni. Allar einingar íþrótta geta haft áhrif á þennan málaflokk og er víða vel unnið að jafnrétti kynjanna. Mikilvægt er að huga að öllu regluverki okkar í hreyfingunni til að skapa rými fyrir breytingar og bætingar að þessu marki. Hver íþrótt og hver eining innan íþróttahreyfingarinnar þarf að vera vakandi fyrir því að skapa og viðhalda jafnrétti í íþróttum sem og í stjórnum og ráðum.Samkvæmt lögum ÍSÍ er einn megintilgangur sambandsins að berjast gegn hvers kyns mismunun og ofbeldi í íþróttum, hvort sem um er að tefla mismunun vegna kynþáttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar eða af öðrum toga. ÍSÍ hefur á vefsíðu sinni leiðarvísi sem hugsaður er sem leiðbeinandi verkfæri fyrir íþróttafélög/deildir þegar setja á fram jafnréttisstefnu. Undir fræðslu og jafnréttismál má finna leiðarvísinn, eða hér.
Nánar ...
25.10.2017

Taekwondósamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Taekwondósamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍTaekwondósamband Íslands (TKÍ) hefur hlotið 800.000 kr. styrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. TKÍ sendir árlega keppendur á HM og EM, ungmenna og fullorðna, bæði í Sparring og Poomsae og hefur unnið að því að efla enn frekar afreksstarf sambandins og umfang þess. Fyrirhugað er að koma á fót undirbúningshóp fyrir Ólympíuleikana 2020 en nokkrir keppendur innan sambandsins stefna á að vinna sér inn þátttökurétt á leikana. Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ nýtist sérsambandinu til að taka næstu skref varðandi skipulag afreksstarfsins og efla alþjóðlega þátttöku keppenda.
Nánar ...
25.10.2017

Badmintonsamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Badmintonsamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍBadmintonsamband Íslands (BSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 1,6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 2.200.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
25.10.2017

Sportmarkaður ÍSÍ

Sportmarkaður ÍSÍSportmarkaður ÍSÍ fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, í C-sal á 3. hæð frá kl. 12-18 í dag, aðeins þennan eina dag. Íþróttamiðstöðin er við Engjaveg 6, 104 Reykjavík. Öllum sem áhuga hafa er boðið að koma og gera góð kaup. Góðar íþróttavörur til sölu á verðbilinu 500-5.000 kr. Það er posi á staðnum.
Nánar ...
25.10.2017

Nýjar ÍSÍ fréttir

Nýjar ÍSÍ fréttirÍ dag kemur út nýtt blað af ÍSÍ fréttum. Í blaðinu er farið yfir það helsta úr starfi ÍSÍ síðastliðna mánuði.
Nánar ...
24.10.2017

Lyftingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Lyftingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ Lyftingasamband Íslands (LSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 200.000 kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk vegna landsliðsverkefna að upphæð 1.100.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
24.10.2017

Réttindi íþróttafólks í lyfjamálum - Rafræn könnun

Réttindi íþróttafólks í lyfjamálum - Rafræn könnunAlþjóðalyfjaeftirlitið eða World Anti Doping Agency (WADA) í samvinnu við landslyfjaeftirlit víðs vegar í heiminum (NADOs) og íþróttamannanefnd WADA, hóf fyrr á þessu ári drög að sáttmála um réttindi íþróttafólks. Markmiðið með slíkum sáttmála er að tryggja og auka réttindi íþróttafólks, því lyfjaeftirlit snýst fyrst og fremst um það; réttindi heiðarlegs íþróttafólks. Hugmyndin er að innleiða efni sáttmálans inn í Alþjóðalyfjareglurnar (WADA Code).
Nánar ...
23.10.2017

Íþróttasamband fatlaðra hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Íþróttasamband fatlaðra hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍÍþróttasamband fatlaðra (ÍF) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 5 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 7.750.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
20.10.2017

Fanney Hauksdóttir Evrópumeistari heiðruð

Fanney Hauksdóttir Evrópumeistari heiðruðKraftlyftingasamband Íslands stóð fyrr í dag fyrir móttöku til heiðurs Fanneyju Hauksdóttur Evrópumeistara í bekkpressu. Fanney varð fyrir skemmstu Evrópumeistari í þriðja sinn í röð í sínum þyngdarflokki í bekkpressu.
Nánar ...
20.10.2017

Kraftlyftingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Kraftlyftingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍKraftlyftingasamband Íslands (KRA) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 6,6 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
20.10.2017

Heiðurshöll ÍSÍ - Myndbönd

Heiðurshöll ÍSÍ - MyndböndHeiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Á Vimeo-síðu ÍSÍ má sjá myndbönd sem RÚV gerði í tilefni þess að viðkomandi íþróttafólk var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ.
Nánar ...