Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

08.06.2015

Gullsamstarfsaðilum þakkað

Gullsamstarfsaðilum þakkaðGullsamstarfsaðilar Smáþjóðaleikanna 2015 studdu svo sannarlega dyggilega við bakið á skipulagsnefnd leikanna við undirbúning og framkvæmd þeirra. Þeirra framlög til leikanna voru ómetanleg og áttu stóran þátt í glæsilegri umgjörð Smáþjóðaleikanna 2015.
Nánar ...
05.06.2015

Fundur ráðherra aðildarþjóða GSSE

Þann 1. júní síðastliðinn var haldinn fundur ráðherra þeirra ríkja sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum 2015 í Reykjavík. Helsta efni fundarins var að ræða sameiginlega yfirlýsingu þeirra og helstu úrlausnarefni sem yfirvöld íþróttamála standa frammi fyrir.
Nánar ...
04.06.2015

Grunnskólanemendur í Laugardalnum

Það verður mikið um dýrðir á morgun á næst síðasta degi Smáþjóðaleikanna, en von er á rúmlega 500 skólakrökkum úr sex skólum víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu í Laugardalinn klukkan 9:30 – 12:00. Á meðan á leikununum stendur hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið fyrir Ólympíudögum fyrir grunnskólanemendur þar sem þau fá kynningu á Ólympíuleikunum, auk þess sem þau fá að reyna fyrir sér í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Nánar ...
02.06.2015

Glæsilegir fulltrúar Íslands á Smáþjóðaleikum!

Eins og þjóðin sá í útsendingu RÚV frá setningarhátíð Smáþjóðaleikanna þá er íslenski hópurinn fjölmennur og sérlega glæsilegur. Íslenskir þátttakendur á leikunum eru alls 232 talsins, þar af 168 keppendur. Hópurinn kom saman fyrir myndatöku í kringum setningarhátíðina í gær og þar var þessi flotta mynd tekin. Íþrótta- og Ólympíusambandið er svo sannarlega stolt af sínu fólki og óskar öllum keppendum góðs gengis á leikunum.
Nánar ...
02.06.2015

Spennandi sundkeppni framundan

Sundkeppni á Smáþjóðaleikunum hófst í morgun kl:10. Eftirfarandi keppendur synda fyrir Íslands hönd í úrslitum í kvöld, en keppnin hefst kl. 17:30: 200m baksund kvenna Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir.
Nánar ...
02.06.2015

Fyrsti verðlaunapeningur Íslendinga kominn í hús!

Skotíþróttakeppnin í Hátúni var spennandi í dag. Íris Eva Einarsdóttir, skotíþróttakona, sigraði glæsilega í loftriffli kvenna eftir harða og spennandi keppni í úrslitum. Írisi Evu hefur greinilega liðið vel á heimavelli, en hún jók jafnt og þétt forskot sitt í síðustu skotum keppninnar og sýndi að hún er með stáltaugar.
Nánar ...
02.06.2015

Keppni á Smáþjóðaleikum hafin

Í dag hófst keppni á Smáþjóðaleikunum. Keppni í loftriffli karla hófst í íþróttahúsi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík í Hátúni kl. 9:00 og stendur til kl. 13 í dag. Tenniskeppnin hefst kl. 10 í Tennishöll Kópavogs og einnig keppni í borðtennis í íþróttahúsi Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur við Gnoðarvog. Sömuleiðis hefst keppni í sundi í Laugardalslaug kl. 10.
Nánar ...
02.06.2015

Eldur Smáþjóðaleikanna 2015

Eldstæði Smáþjóðaleikanna stendur við hlið Laugardalshallar og þar mun eldur leikanna loga þar til slökkt verður á honum í lok leikanna. Eldstæðið er hraunstrýta og í kringum strýtuna er hraun af Reykjanes og jökulís úr Jökulsárlóni. Eldstæðið hefur sterka tilvísun í einkunnarorð leikanna, „Náttúrulegur kraftur”. Ragnheiður Runólfsdóttir, afrekskona í sundi og margfaldur verðlaunahafi á Smáþjóðaleikum tendraði eldinn á setningarhátíð leikanna.
Nánar ...
02.06.2015

Smáþjóðaleikar settir!

Smáþjóðaleikar settir!Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna fór fram við hátíðlega athöfn í Laugardalshöllinni nú í kvöld. Hátíðin var aðeins fyrir þátttakendur og boðsgesti, en hún var sýnd beint á RÚV. Ákveðið var að halda hátíðina innandyra, þar sem veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt. Fyrri reynsla af Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna, sem haldnir voru á Íslandi í júní árið 1997, sýndi og sannaði að allt getur gerst þegar kemur að íslensku sumarveðri.
Nánar ...
01.06.2015

Móttaka á Bessastöðum

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, bauð til móttöku á Bessastöðum í dag í tengslum við setningu setningarhátíðarinnar sem nú standa yfir. Til móttökunnar komu meðal annarra Albert Mónakóprins, krónprinsinn og krónprinsessan af Lúxemborg og prinsessa Nóra af Liechtenstein.
Nánar ...