Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

13.09.2014

ÍSÍ á Djúpavogi

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og föruneyti héldu ferð sinni um landið áfram í dag. Heimsóttu þau fyrst Djúpavog þar sem Andrés Skúlason oddviti og forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar og Jóhanna Reykjalín framkvæmdastjóri Umf. Neista gáfu greinargóða skýrslu um íþróttastarfið á Djúpavogi og leiddu skoðun um íþróttamannvirkin á staðnum.
Nánar ...
11.09.2014

Heimsókn til USVS og USÚ

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðu ÍSÍ er Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ á ferðalagi um landið, ásamt framkvæmdastjóra ÍSÍ og föruneyti. Í dag var fundað með Birgi Erni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra USVS, og Vigfúsi Þór Hróbjartssyni, fulltrúa frá Umf. Kötlu, á Halldórskaffi í Vík í Mýrdal. Birgir leiddi síðan skoðunarferð um íþróttamannvirki á staðnum.
Nánar ...
11.09.2014

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni er núna í gangi

19 skólar eru skráðir til leiks í Hjólum í skólann sem fer fram í annað skipti dagana 10. - 16. september. Nemendur og starfsmenn framhaldsskóla landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast í og úr skóla t.d. að hjóla, ganga, hlaupa, fara á hjólabretti/línuskautum eða í strætó. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna.
Nánar ...
10.09.2014

Forseti ÍSÍ heimsækir íþróttahéruð

Forseti ÍSÍ heimsækir íþróttahéruðLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ hefja á morgun ferð sína í 10 íþróttahéruð á Suður-, Austur- og Norðurlandi. Tilgangur ferðarinnar er að fræðast um það viðamikla íþróttastarf sem fram fer í íþróttahéruðunum og eiga spjall um það helsta sem brennur á íþróttahreyfingunni á hverjum stað fyrir sig.
Nánar ...
10.09.2014

Göngum í skólann - setningarhátíð

Göngum í skólann var sett í 8. skipti í morgun. Í þetta sinn fór setningarhátíðin fram í Laugarnesskóla í Reykjavík. Sigríður Heiða Baragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna.
Nánar ...
09.09.2014

Setning Göngum í skólann í Laugarnesskóla 10. september

Göngum í skólann verður sett í Laugarnesskóla miðvikudaginn 10. september kl. 9:05. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla býður gesti velkomna og nemendur skólans munu syngja. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri flytja stutt ávörp. Óvæntur gestur frá Latabæ kemur og verður með léttar æfingar. Verkefnið verður sett með viðeigandi hætti þegar nemendur, starfsfólk og aðrir gestir fara af stað í stuttan göngutúr.
Nánar ...
05.09.2014

Náttúrulegur kraftur á byggingu ÍSÍ

Náttúrulegur kraftur á byggingu ÍSÍÍ gær var sett upp stór auglýsing fyrir Smáþjóðaleikana 2015 á vesturvegg byggingar ÍSÍ í Laugardalnum. Myndin er af Söru Rún Hinriksdóttur, körfuknattleikskonu, þar sem hún spilar körfuknattleik við Svartafoss. Smáþjóðaleikarnir 2015 eru auglýstir á fallegum veggspjöldum af íþróttafólki í íslenskri náttúru. Hugmyndin á bak við það að blanda saman náttúrumyndum og íþróttafólki er sú að sýna sameiginlegan kraft íslensku náttúrunnar og íþróttafólksins. Náttúrumyndirnar hafa einnig beina skírskotun í umhverfisvæna stefnu leikanna og tengingu í merki leikanna sem sýnir eldfjall, hálendisöldu, grænan gróður, haf og ís.
Nánar ...
04.09.2014

Forseti ÍSÍ skipaður í nefnd EOC um Evrópumál

Forseti ÍSÍ skipaður í nefnd EOC um EvrópumálLárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ hefur verið skipaður í nefnd Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) um Evrópusambandsmál, svokallaða EU Commission, til næstu fjögurra ára. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ á einnig sæti í nefnd á vegum EOC en hún situr í nefnd um Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar til næstu fjögurra ára.
Nánar ...
04.09.2014

Göngum í skólann hefst 10. september

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í áttunda sinn miðvikudaginn 10. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla.
Nánar ...
03.09.2014

Hjólum í skólann hefst 10. september

Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni fer fram í annað sinn dagana 10.-16. september 2014 í tengslum við evrópsku samgönguvikuna. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Starfsfólk og nemendur framhaldsskólanna eru hvattir til að skrá sig til leiks. Keppt verður um að ná sem flestum þátttökudögum miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks skólans.
Nánar ...