Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

09.02.2014

Sochi 2014 – Samstarf við Nike

Sochi 2014 – Samstarf við NikeÍslenski hópurinn klæðist Nike fatnaði og skóm á leikunum í Sochi, en gott samstarf hefur verið við Nike eða umboðsaðila þeirra á Íslandi í gegnum tíðina. Þannig var Austurbakki, þáverandi umboðsaðili Nike á Íslandi lengi vel eitt af fyrirtækjum í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ og meðan á þeirra samvinnu stóð var íslenski hópurinn í Nike vörum á Ólympíueikum.
Nánar ...
06.02.2014

Sochi 2014 – Mótttökuhátíð í Ólympíuþorpi

Sochi 2014 – Mótttökuhátíð í ÓlympíuþorpiÍ dag, fimmtudaginn 6. febrúar, var íslenski hópurinn boðinn velkominn á leikana með sérstakri móttökuhátíð í Ólympíuþorpinu. Viðstödd voru forsetahjónin, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff, sem og forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal og eiginkona hans Soffía Ófeigsdóttir.
Nánar ...
06.02.2014

Platínuhafar Lífshlaupsins

Einstaklingskeppni Lífshlaupsins er í gangi allt árið og gefst einstaklingum kostur á því að vinna sér inn brons, silfur, gull og platínumerki á hverju Lífshlaupsári. Á síðasta Lífshlaupsári náðu 60 einstaklingar platínumerki en til þess að ná því merki þarf að hreyfa sig í 335 daga. Af þeim voru 23 einstaklingar sem hreyfðu sig í a.m.k. 30 mínútur á dag, daglega síðan 6. febrúar 2013. Fimm þeirra sem náðu þessum frábæra árangri fengu platínumerkið og viðurkenningu afhenda í gær á opnunarhátíð Lífshlaupsins í Hraunvallaskóla. Þau eru Lísbet Grímsdóttir, Guðbjartur Guðbjartsson, Hlöðver Örn Vilhjálmsson, Anna G. Jósefsdóttir og Hugrún Reynisdóttir Hægt er að sjá mynd af verðlaunahöfunum inn á síðu Lífshlaupsins á Facebook.
Nánar ...
06.02.2014

Vel heppnuð opnunarhátíð

Opnunarhátíð Lífshlaupsins fór fram í samkomusal Hraunvallaskóla í Hafnarfirði í gær, miðvikudaginn 5. febrúar. Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Geir Gunnlaugsson, landlæknir, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, skólastjóri Hraunvallaskóla, Magnús Ragnarsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneytinu og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fluttu stutt ávörp og tóku þátt í léttri og skemmtilegri þraut, ásamt nemendum úr Hraunvallaskóla, sem Andrés Guðmundsson hjá Skólahreysti stjórnarnaði. Einnig fluttu nemendur skólans skemmtiatriði.
Nánar ...
06.02.2014

Jón Finnbogason sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

Jón Finnbogason sæmdur Silfurmerki ÍSÍJón Finnbogason fyrrverandi formaður Fimleikafélagsins Gerplu var í gær sæmdur Silfurmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar. Það var Gunnar Bragason sem afhenti Jóni heiðursviðurkenninguna á uppskeruhátíð Gerplu sem fram fór í aðstöðu félagsins að Versölum 3 í Kópavogi.
Nánar ...
04.02.2014

Opnunarhátíð Lífshlaupsins

Opnunarhátíð Lífshlaupsins verður haldin í samkomusal Hraunvallaskóla í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar klukkan 10:00. Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Geir Gunnlaugsson, landlæknir, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, skólastjóri Hraunvallaskóla, Magnús Ragnarsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneytinu og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar flytja stutt ávörp og taka síðan þátt í léttri og skemmtilegri þraut, ásamt nemendum úr Hraunvallaskóla, sem Andrés Guðmundsson hjá Skólahreysti stjórnar. Einnig munu nemendur skólans sjá um skemmtiatriði.
Nánar ...
04.02.2014

Sochi 2014 – Breyting á íslenska hópnum

Sochi 2014 – Breyting á íslenska hópnumMaría Guðmundsdóttir keppandi í alpagreinum skíðaíþrótta slasaðist á móti í Þýskalandi í gær. Ljóst er að hún mun ekki geta keppt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi sem hefjast þann 7. febrúar nk. og hefur Skíðasamband Íslands (SKÍ) óskað formlega eftir því við ÍSÍ að varamaður keppi í hennar stað.
Nánar ...
01.02.2014

Vetrarólympíuleikar – Sochi 2014

Vetrarólympíuleikar – Sochi 2014Nú styttist í að XXII Vetrarólympíuleikarnir verða settir í Sochi í Rússlandi, en þeir verða settir þann 7. febrúar nk. Andri Stefánsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins, er kominn til Sochi og byrjaður að undirbúa vistarverur íslenska hópsins.
Nánar ...