Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

10.03.2021

Bæklingurinn Sports for our children

Bæklingurinn Sports for our childrenÚt er kominn bæklingurinn Íþróttir barnsins vegna á ensku og heitir þá Sports – for our children. Bæklingurinn inniheldur stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga. Hann má nálgast á skrifstofu ÍSÍ í prentaðri útgáfu, en einnig í rafrænni útgáfu.
Nánar ...
10.03.2021

Hlutfall íþróttakvenna að aukast á Ólympíuleikum

Hlutfall íþróttakvenna að aukast á ÓlympíuleikumAlþjóðaólympíunefndin (IOC), Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (IPC), skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó 2020, ríkisstjórn Japans og borgarstjórn Tókýó (TMG) ítrekuðu á Alþjóðlegum barráttudegi kvenna að leitast væri eftir því að Ólympíuleikarnir og Paralympics yrðu leiðandi varðandi jafnrétti kynjanna, bæði innan vallar og utan og að leikarnir ættu að standa fyrir jafnrétti og samfélagi án aðgreiningar. Á leikunum er stefnt að eftirfarandi:
Nánar ...
09.03.2021

Ársþing GLÍ 2021

Ársþing GLÍ 2021Þann 6. mars sl. fór fram 57. ársþing Glímusambands Íslands (GLÍ). Ásmundur H. Ásmundsson, Margrét Rún Rúnarsdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Jana Lind Ellertsdóttir, Einar Eyþórsson og Hjörtur Elí Steindórsson komu ný inn í stjórn. Auk þeirra eru Svana Hrönn, formaður og Guðmundur Stefán Gunnarsson í stjórn GLÍ.
Nánar ...
09.03.2021

Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir

Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfirUmf. Njarðvík og Keflavík íþrótta- og ungmennafélag hafa tekið höndum saman og bjóða í sameiningu upp námskeið í knattspyrnu og körfuknattleik fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir. Æfingarnar eru undir handleiðslu hæfra þjálfara af báðum kynjum þar sem iðkendum á aldrinum 6–13 ára er mætt á þeirra forsendum.
Nánar ...
09.03.2021

Umsóknarfrestur íþrótta- og tómstundastyrkja framlengdur

Umsóknarfrestur íþrótta- og tómstundastyrkja framlengdurVegna Covid-19 faraldursins hefur félags- og barnamálaráðherra sett af stað sérstakt verkefni þar sem börn tekjulægri heimila eiga rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundarstyrk á skólaárinu 2020-2021. Styrkurinn er veittur grunnskólabörnum sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí árið 2020. Umsóknarfrestur vegna þessara styrkja hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021.
Nánar ...
08.03.2021

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dag

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dagAlþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, 8. mars, og í ár ber dagurinn yfirskriftina: ,,Choose To Challenge“ eða „Veldu að ögra“. Þema dagsins í ár snýr því að áskorun, að taka ákvörðun um að ögra heiminum því aðeins þannig breytast hlutirnir. Á vef International Women´s Day segir: ,,A challenged world is an alert world and from challenge comes change. So let's all choose to challenge."
Nánar ...
05.03.2021

Ársþing SÍL

Ársþing SÍLMótahald aðildarfélaga SÍL var með besta móti á árinu þó félagsstarf hafi liðið fyrir þær takmarkanir sem settar voru vegna samkomuhalds. Fjölgun hefur verið hjá aðildarfélögum SÍL og nokkrar væntingar til sumarsins sem er framundan með móta og félagsstarf.
Nánar ...
04.03.2021

Sundfélagið Óðinn Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Sundfélagið Óðinn Fyrirmyndarfélag ÍSÍSundfélagið Óðinn á Akureyri fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ miðvikudaginn 3. mars síðastliðinn. Það var vel við hæfi að afhenda viðurkenninguna á sundlaugarbakka Sundlaugar Akureyrar í fallegu norðlensku veðri.
Nánar ...
03.03.2021

75. ársþingi KSÍ streymt í beinni

75. ársþingi KSÍ streymt í beinni75. ársþing Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) fór fram þann 27. febrúar, en það var haldið í fyrsta sinn með rafrænum hætti frá höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.
Nánar ...
02.03.2021

97. ársþing UMSK - Nýr formaður

97. ársþing UMSK - Nýr formaður97. ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) fór fram þann 25. febrúar sl. rafrænt. Guðmundur Sigurbergsson var kosinn formaður UMSK, en hann tekur við af Valdimar Leo Friðrikssyni sem verið hefur formaður síðustu tuttugu ár.
Nánar ...
02.03.2021

5. Þríþrautarþing ÞRÍ

5. Þríþrautarþing ÞRÍFimmta þríþrautarþing Þríþrautarsambands Íslands (ÞRÍ) var haldið þann 27. febrúar sl. Hafsteinn Pálsson annar varaforseti ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.
Nánar ...