Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

16.04.2018

19. Skautaþing ÍSS

19. Skautaþing ÍSS19. Skautaþing ÍSS fór fram þann 14. apríl sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ný stjórn var kosin, en Guðbjört Erlendsdóttir var áfram kjörinn formaður. Auk hennar í stjórn voru kjörin Svava Hróðný Jónsdóttir, Friðjón Gudjohnsen, Heba Finnsdóttir og Jóna Jónsdóttir. Varamenn voru kjörnir Guðrún Elíasdóttir og Oksana Shalabai.
Nánar ...
16.04.2018

Ólympísk listaverk í PyeongChang

Ólympísk listaverk í PyeongChangAlþjóðaólympíunefndin (IOC) hratt af stað skemmtilegu verkefni í kringum Vetrarólympíuleikana í PyeongChang í febrúar. Nefndin bauð fjórum Ólympíuförum, sem einnig eru listamenn, að vera hluti af Vetrarólympíuleikunum með því að skapa listaverk sem tengist leikunum. Út frá þessu urðu til tvö ólík listaverk, annað kallast Ólympíudraumar og er stuttmynd sem skiptist í fimm þætti, hitt er málverk sem sýnir ólympísk gildi.
Nánar ...
15.04.2018

Ólafssalur vígður á Ásvöllum

Ólafssalur vígður á ÁsvöllumÞann 12. apríl síðastliðinn, á 87 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Hauka í Hafnarfirði, var nýtt körfuknattleikshús á Ásvöllum vígt við formlega athöfn. Þetta er fyrsta húsið á Íslandi sem er byggt með einungis körfuknattleik í huga og hlaut nýji salurinn heitið „Ólafssalur” til minningar um Ólaf E. Rafnsson forseta ÍSÍ sem varð bráðkvaddur í júnímánuði 2013, þá aðeins fimmtugur að aldri.
Nánar ...
13.04.2018

Úrslit Hjólað í háskólann 2018

Úrslit Hjólað í háskólann 2018Nú er Hjólað í háskólann 2018 lokið og úrslit liggja fyrir. Fyrir neðan má sjá tölfræði úr verkefninu í ár, en í sviga má sjá samanburð við síðasta ár.
Nánar ...
13.04.2018

Lyfjaeftirlit Íslands sett á stofn

Lyfjaeftirlit Íslands sett á stofnStarfsemi lyfjaeftirlits á Íslandi var færð í sérstaka sjálfseignarstofnun í dag þegar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, skrifuðu undir skipulagsskrá Lyfjaeftirlits Íslands.​
Nánar ...
12.04.2018

Heiðranir á ársþingi FRÍ

Heiðranir á ársþingi FRÍÁrsþing Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram í Smáranum í Kópavogi. Þingið var afar starfsamt og voru 54 tillögur afgreiddar. Þingforsetar voru þau Pétur Hrafn Sigurðsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir og stýrði þau þinginu af röggsemi. Þingið var í fyrsta sinn rafrænt.
Nánar ...
12.04.2018

Laufey Sigurðardóttir með réttindi til að vera yfirdómari

Laufey Sigurðardóttir með réttindi til að vera yfirdómariLaufey Sigurðardóttir, badmintondómari, hefur hlotið réttindi til að vera yfirdómari (Referee) á alþjóðlegum badmintonmótum innan Evrópu. Er hún fyrsti íslenski badmintondómarinn sem nær þessum merka áfanga. Dómaraferill Laufeyjar spannar mörg ár en hún byrjaði að dæma árið 2000. Frá árinu 2002 hefur hún dæmt á flestöllum mótum á Íslandi og frá árinu 2004 hefur hún reglulega dæmt erlendis á alþjóðlegum mótum, m.a. mótum á Evrópsku mótaröðinni. Evrópska badmintonsambandið (BE) hefur sóst eftir því við hana í gegnum árin að hún verði BE dómari, en til þess að halda þeim réttindum þarf dómari að fara á nokkur mót á ári erlendis.
Nánar ...
11.04.2018

Skilafrestur starfsskýrslna til ÍSÍ að renna út

Skilafrestur starfsskýrslna til ÍSÍ að renna útSambandsaðilar ÍSÍ, íþrótta- og ungmennafélög og deildir þeirra eru minnt á að skilafrestur á starfsskýrslum til ÍSÍ rennur út um helgina, eða nánar tiltekið 15. apríl nk. ÍSÍ hvetur alla viðkomandi til að ljúka skilum sem fyrst í gegnum Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, https://felix.is.
Nánar ...
10.04.2018

100 ára afmælisþing UDN

100 ára afmælisþing UDNÁrsþing ​Ungmennasambands Dalamanna og N-Breiðfirðinga (UDN) fór fram í Dalabúð 5. apríl sl. Góð mæting var á þingið og áttu þar öll aðildarfélög UDN fulltrúa. Fyrir þinginu lágu fimm tillögur, þar á meðal tillaga til breytinga á lögum sambandsins.
Nánar ...
10.04.2018

Viðurkenningar veittar vegna PyeongChang 2018

Viðurkenningar veittar vegna PyeongChang 2018Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, bauð til móttöku sunnudaginn 8. apríl sl. til að heiðra þá keppendur sem kepptu á Vetrarólympíuleikunum og Vetrar-Paralympics í PyeongChang 2018. Að því tilefni var keppendum og öðrum þátttakendum veittar viðurkenningar frá mótshöldurum, Alþjóðaólympíuhreyfingunni og ÍSÍ.
Nánar ...
06.04.2018

Alþjóðadagur íþrótta í þágu þróunar og friðar

Alþjóðadagur íþrótta í þágu þróunar og friðarAlþjóðadagur íþrótta var haldinn í fimmta skipti þann 6. apríl sl., en Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) valdi daginn sem dag íþrótta. Á deginum er lögð áhersla á mikilvægi íþrótta til að stuðla að þróun og friði í heiminum.
Nánar ...
06.04.2018

Lyfjamisnotkun og lýðheilsumál

Lyfjamisnotkun og lýðheilsumálLyfjamisnotkun einskorðast ekki við afreksíþróttafólk og hafa ýmsir aðilar utan skipulagðra íþrótta áhyggjur af aukinni notkun ólöglegra árangursbætandi efna og frekari þörf á fræðslu og forvörnum.
Nánar ...